Smáskjálfti í nágrenni við Selfoss og Hveragerði

Í dag klukkan 12:21 varð smáskjálfti í nágrenni við Selfoss og Hveragerði. Þessi skjálfti mældist ML2,8 samkvæmt sjálfvirku kerfi Veðurstofu Íslands, dýpi jarðskjálftans reyndist vera 2,4 km samkvæmt þessu sömu sjálfvirku niðurstöðum hjá Veðurstofu Íslands.

Í kjölfarið á þessum jarðskjálfta hófst jarðskjálftahrina á þessu svæði, stærstu eftirskjálftanir sem þarna hafa mælst hafa náð stærðinni ML1,6. Þetta virðist eingöngu vera smáskjálftahrina sem stendur, og ólíklegt að þetta sé fyrirborði stærri atburða.