Óraunhæfir íslendingar og ójarðtengdir fjölmiðlamenn

Ég er að komast á þá skoðun að íslendingar séu upp til hópa óraunsæisfólk. Sem hvorki nennir eða hefur áhuga á því að meta stöðuna fyrir það sem hún er. Núna er fólk brjálað yfir því að það sé ekki búið að gera neitt varðandi efnahagshrunið. Þó svo að staðreyndin sé í reynd allt önnur.

Það virðist vera ríkjandi skoðun að þar sem áhrifin sjáist ekki strax, þá hafi það einfaldlega ekki gerst. Ekkert gæti verið fjarri sanni. Það er búið að gera fullt á stjórnmálasviðinu, t.d er innflutningi og útflutningi haldið gangandi á Íslandi.

Flest svið samfélagsins eru ennþá starfandi, og fólk getur ennþá verslað í matinn. Staðreyndin er að hrunið á Íslandi hefði getað endað mun verra.

Raunsæið segir manni að best sé að henda krónunni, styrkja efnahaginn með því að gerast aðili að ESB og styrkja tengslin við önnur Evrópuríki innan ESB. Það er óraunsæi að fara í hina áttina.

Þetta mættu sumir fjölmiðlamenn á Íslandi átta sig, áður en þeir stíga nýtt stef í bulli á blogginu sínu. Ég minni á, það er erfitt að komast á toppinn, en einfalt að detta niður á botnin. Það er ennþá einfaldara að missa sjónar umræðunni þegar viðkomandi starfar í fjölmiðlum. Enda er alltaf þægilegt að velja sjónarmið sem henta manni, en ekki sjónarmið sem eru óþægileg, jafnvel erfið.

Íslenskir fjölmiðlamenn þurfa sumir að komast í snertingu við raunveruleikan. Þar sem að margir af þeim hafa tapað því sambandi eftir hrunið. Hver ástæðan er fyrir því veit ég ekki, en hún er örugglega áhugaverð.