Draumar Dómsmálaráðherra

Björn Bjarnason Dómsmálaráðherra dreymir um margt skrítið. Einn af þessum skrítu draumum hans snýst um að stofna leyniþjónustu hérna á landi. Þetta ferli er komið hálfa leiðina, en fyrir nokkrum árum síðan þá var samþykkt breyting á fjarskiptalögum hérna á landi sem skildar öll fjarskiptafyrirtæki að njósna um borgara þessa lands, svona til vara ef þeir skildu brjóta af sér. Þessar hleranir eru auðvitað ekki framkvæmdar með dómsúrskurði og verður sú lagasetning að teljast vafasöm með meiru.

Þessi lagasetning varðandi hleranir á fjarskiptum landsmanna er bara hluti af þeirri áætlan Dómsmálaráðherra að koma hérna upp Leyniþjónustu, en inní þessari áætlun hans þá er einnig á dagskrá að stofna Íslenskan her uppúr sérsveit lögreglunar. Hérna á landi er auðvitað engin þörf á leyniþjónustu eða her, enda eru nágrannar Íslands að mestu friðsamar þjóðir. Einnig sem að Ísland er í NATO, sem bregst við hættuástandi hérna á landi samkvæmt stofnsáttamála NATO.

Dómsmálaráðherra er þessa dagana að afsaka þörfina fyrir stofnun leyniþjónustu hérna á landi. Fyrst var hryðjuverkagrýlan notuð, þegar það dugði ekki þá var brugðið á það ráð að nota fíkniefnavandan sem afsökun fyrir stofnun leyniþjónustu með því að segja að leyniþjónustan verði eingöngu notuð til þess að njósna um dópsala og þá sem flytja inn ólögleg fíkniefni. En lögreglan hefur hingað til staðið sig alveg ágætlega í að koma upp um fíkniefnimál hérna á landi hingað til og hefur ekki þurft neina leyniþjónustu hingað til.

Staðreyndinar eru mjög einfaldar, hérna á landi hefur aldrei verið þörf fyrir leyniþjónustu. Einnig sem að stofun slíkar stofunar er hættuleg, þar sem óheiðarlegir stjórnmálamenn virðast komast upp með nánast hvað sem er hérna á landi.