Æra Árna Johnsen

Handhafar Forsetavalds (handhafar forsetavalds eru Forsætisráðherra og forseti alþingis) hafa ákveðið að skrifa undir plagg þar sem Árni Johnsen fær uppreist æru. En það þýðir samkvæmt lögum að hann er með óflekkað mannorð aftur og er því orðin kjörgengur fyrir næstu alþingiskosningar, sem eru einmitt á næsta ári. Handhafar forsetavalds tóku þessa ákvörðun og skrifuðu undir forsetabréf þess efnis að Árni Johnsen fær uppreisn æru. Eins og kemur fram í frétt á Rúv.is

Mér persónulega finnst þessi ákvörðun handhafa forsetavalds vera algerlega óverjandi og siðlaus með öllu. Enda braut Árni Johnsen af sér í opinberu embætti og braut á því trausti sem fólk hafði til hans. Enda var hann að stela af almannafé (fjárdráttur) og notaði í sína eigin þágu. En eitt er alveg ljóst að Árni Johnsen hefur ekkert inná Alþingi að gera, eða vera í öðrum opinberum störfum. En félagar hans í Sjálfstæðisflokknum komu honum í gott starf hjá Rarik hf fljótlega eftir að hann losnaði úr fangelsi.

Skömm að þessu fólki.