Undarleg túlkun á skoðanakönnun um gjaldmiðlamál á Íslandi

Heimssýn kemur með afskaplega undarlega túlkun á könnun Pressunar um daginn um íslensku krónuna. Heimssýn nefnilega túlkar niðurstöðu könnunarinnar sér í vil. Þá að almenningur á Íslandi sé almennt á móti aðild Íslands að ESB þegar þar að kemur. Einnig að almenningur sé almennt á móti evrunni.

Það má hinsvegar líka túlka þessa könnun svona.

53% Íslendinga vilja vera með annan gjaldmiðil en krónuna. Þegar á reynir, þá er líklegt að þetta fólk kjósi með aðild Íslands að ESB þegar aðildarsamningur liggur fyrir. Þegar lagt er saman þá sem vilja taka upp annan gjaldmiðil, eða breyta gjaldmiðlamálum á Íslandi með einum eða öðrum hætti kemur út að þetta er öruggur meirihluti íslendinga sem vilja breytingar. Þetta er 9% + 24% + 20% í könnunni hjá Pressunni.

26% Íslendinga vilja áfram vera með krónuna.

21% Íslendinga eru ennþá óákveðin.

Það kemur ekki fram í könnuni hversu margir neituðu að svara. Það kemur hinsvegar fram að 760 manns svöruðu þessari könnun.

Frétt Pressunar.

Mjög skiptar skoðanir um gengisfyrirkomulag – fjórðungur vill halda krónunni

Undarleg túlkun Heimssýnar á þessari könnun.

Mikill meirihluti vill ekki evru og Evrópusamband

[Uppfært þann 26. Október 2009 klukkan 00:48. Texti lagaður.]