Aukið útlendingahatur á Íslandi

Maður þarf ekki lengi að skoða bloggsíður á Íslandi til þess að sjá að það er stóraukið útlendingahatur komið af stað á landinu. Þetta útlendingahatur kemur til vegna þeirra erlendu glæpahópa sem hafa komið til Íslands undanfarna mánuði og staðið að faröldrum innbrota á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Þessir glæpahópar hafa þó yfirleitt náðst og eitthvað af þýfinu verið endurheimt. Þessir glæpahópar hafa náðst þrátt fyrir að mikill niðurskurður sé í gangi hjá lögreglunni.

Á þessu keyra útlendingahatarar á Íslandi, og njóta talsverðs fylgis við öfgafullar og ógeðslegar skoðanir sínar í því umhverfi sem hefur ríkt, og ríkir á Íslandi um þessar mundir. Enda varð íslenskur almenningur skotmark erlendra glæpahópa, og innlendra í kjölfarið á efnahagshruninu árið 2008. Þar sem umræddir glæpahópar sáu þarna tækifæri til þess að græða, og það er ljóst að þessir glæpahópar voru ekki að hika við að koma hingað til þess að ræna fólk.

Útlendingahatur er stórhættulegt fyrirbæri fyrir þjóð. Þar sem það elur upp xenophobiu sem aftur kallar á einangrunarhyggju. Bæði eru stórhættuleg fyrirbæri, þar sem þau draga úr framförum hjá viðkomandi landi og koma í veg fyrir eðilega þróun viðkomandi landa. Bæði félagslega og efnahagslega.

Vegna þessa aukins útlendingahaturs á Íslandi. Þá kalla margir eftir því að Íslend segi upp Schengen samstarfinu, sem mundi þýða að aftur yrði tekið upp vegabréfaeftirlit til og frá Íslandi, og íslendingar mundu lenda í vegabréfaeftirliti við komuna til Evrópskra landa, einnig allra Norðurlandanna. Það liggur einnig fyrir að úrsögn úr Schengen mundi ekki breyta neinu fyrir þann glæpafaraldur sem ríkir á Íslandi um þessar mundir. Þar sem að innlendir glæpamenn mundu bara taka við af þeim erlendu, og selja þeim þýfið í staðinn með stórum hagnaði. Þannig að hagnaðurinn af úrsögn úr Schengen samstarfinu yrði nákvæmlega enginn fyrir Íslendinga. Það er einnig ljóst að EES samningurinn tryggir frjálst flæði fólks hingað til lands.

Fréttir um þetta mál.

Margt hefur áunnist með Schengen-aðild (vísir.is / Fréttablaðið)
Skoða tímabundna vegabréfsskoðun til landsins (Morgunblaðið / Dogginn)

Nánar um Schenge samstarfið.

The Schengen area and cooperation