Krakkar á dyrabjöllum

Það er alveg óþolandi þegar krakkar á aldrinum 10 – 12 ára eru að hringja á dyrabjöllunum hjá manni, vegna þess að þeim finnst það sniðugt að hrekkja fólk á þennan hátt. Ég vildi óska þess að foreldrar tækju meiri ábyrgð á börnunum sínum og til dæmis kenndu þeim að hrekkja fólk er ekki sniðugt. En ég var að lenda í þessu núna í kvöld, einhverjir krakkar voru að hringja dyrabjöllum í blokkinni hjá mér og fleira fólki sem býr hérna. Af þessu er ónæði og það þarf að kenna krökkum að svona er ekki í lagi. Ég á heima á Hvammstanga, þannig að foreldrar þessara drengja sem ég sá hlaupa í burtu ættu að tala við þá. Allavegana einn af þeim var með rauða húfu, allavega sýndist mér svo vera.

Hlaupin hjá þeim komu vel fram á jarðskjálftamælinum mínum, þessir krakkar voru við blokkina um klukkan 19:00 núna í kvöld (þann 2 Nóvember, 2006).

Og síðan má alveg leggja niður fyrsta Apríl hrekkina, ég hef engan húmor fyrir þeim degi.