Ólög um fjölmiðla rædd á Alþingi

Núna er hafin á Alþingi Íslendinga umræða um ný lög á fjölmiðla. En þessi lög mundu takmarka eign fyrirtækja í fjölmiðlum, þannig að fjölmiðill sem er með mikla markaðshlutdeild (útbreiðslu) þá mætti fyrirtæki aðeins eiga 25% í viðkomandi fjölmiðli. Óháð því sem haldið er fram, þá munu þessi lög valda skaða á fjölmiðlaumhverfi hérna á landi. Enda er vont að rekja fjölmiðla hérna á landi vegna þess hversu markaðurinn er lítill. Þetta frumvarp er bæði stutt af stjórnarflokkunum og stjórnarandstöðu, sem er eiginlega til skammar fyrir stjórnarandstöðuna að láta plata sig svona. En skaðin af þessum ólögum mun ekki koma fram fyrr en eftir að búið er að setja þessi fjölmiðlalög.

Hægt er að lesa frétt Rúv um þessi væntanlegu lög hérna.