Fáfræði andstæðinga ESB

Fáfræði andstæðinga ESB um ESB, starfsemi ESB og hvað ESB gerir almennt fyrir almenning í aðildarríkjum ESB er yfirgæfandi eins og sést á skrifum þeirra. Hjörtur er einn af þessum andstæðingum ESB, sem veit ekki neitt um ESB og hefur í reynd engan áhuga á því að vita nokkurn skapaðan hlut um ESB. Í hans huga virðist duga að ímynda sér hluti og ákveða síðan umræddar ímyndanir séu staðreyndir.

Í nýlegri grein Hjartar á Brussel Journal setti hann fram þessa hérna fullyrðingu.

Norway all over again

Iceland’s neighbour to the east, Norway, has twice applied for EU membership and on both occasions rejected it in a referendum. According to various news reports there are growing worries in Brussels that the Icelandic application will meet the same fate. Which must be seen as quite understandable. After all Icelanders clearly don’t want to join the EU and probably never have.

So the question the leaders of the EU obviously must ask themselves is whether or not they are eager to repeat their Norwegian experience?

Allir sem vita og hafa kynnt sér forsögu ESB umsókna Norðmanna vita að fullvel að Norðmenn hafa sótt þrisvar um aðild að ESB. Tvisvar hefur aðildarsamningi verið hafnað í þjóðaratkvæði, í eitt skipti hefur umsóknin verið dregin til baka.

Sagan er svona í árum. Nánari upplýsingar í slóð hérna fyrir neðan.

Fyrsta umsókn Norðmanna að EEC (Efnahagsbandalagi Evrópu) er árið 1962, umsóknin er dregin til baka vegna neitunar Frakklands á umsóknar Bretlands að EEC, sem kom fram á sama tíma.
Önnur umsókn Norðmanna að EEC er árið 1967, aðildarsamningi að EEC er hafnað í þjóðaratkvæði.
Þriðja umsókn Norðmanna að ESB er árið 1992, aðildarsamningum að ESB er hafnað í þjóðaratkvæði.

Þetta hérna er ágætt dæmi um fáfræði andstæðinga ESB. Síðan ætlast þetta fólk að það sé tekið alvarlega.

Það liggur ennfremur fyrir að íslendingar eru ólíklegir til þess að hafna aðildarsamningi að ESB þegar hann liggur fyrir. Þetta er þó byggt á ákveðnum forsendum sem þurfa að standast. Það eru alveg eins líkur á því að íslendingar hafni aðildarsamningi íslands að ESB ef forsendur verða mjög neikvæðar í garð ESB þegar kosið verður um aðildarsamning Íslands að ESB.

Nánari upplýsingar um stækkunarferli ESB.

Enlargement of the European Union

Grein Hjartar á Brussels Journal.

How Serious is Iceland about Joining the EU?