Hótun og ólýðræðisleg hegðun Ásmundar Einar, þingmanns Vinstri Grænna og formanns Heimssýnar

Það verður ekki af andstæðingum ESB skafið. Það er ekki nóg með þeir ljúgi að almenningi á Íslandi varðandi ESB, heldur eru þeir einnig farnir að hóta því að stoppa lýðræðislegt ferli sem aðildarviðræður við ESB eru að komast við.

Annað er ekki hægt að skilja af orðum Ásmundar Einars, þingmanns Vinstri Grænna og nýkjörins formanns Heimssýnar. Hótun Ásmundar Einars kemur fram í fréttum Feykis og Vísir.is um Evrópumál.

Tilvitnun úr frétt Vísir.is.

„Við erum komin á þessa braut, að sækja um aðild að ESB en við megum ekki hengja haus,“ sagði Ásmundur. Hann sagði að jafnframt stoppa þurfi umsóknarferlið á næsta þrepi enda telji hann að ekki sé meirihluti á Alþingi til að halda áfram með málið. „Við slátrum ESB kosningunni,“ sagði Ásmundur og lofaði fundarmönnum því að hann muni ekki tipla í kringum Samfylkinguna í ESB málinu heldur þvert á móti að gera Samfylkingunni lífið leitt.

Að stoppa umsóknarferlið í næsta skrefi er ólýðræðisleg hegðun af hálfu andstæðinga ESB og það er gjörsamlega ótækt að Ásmundur Einar hagi sér svona og láti svona hótanir koma frá sér varðandi ESB umsókn Íslands og mögulega inngöngu. Það er einnig gjörsamlega óþolandi og ólýðandi að alþingismaður á Alþingi Íslands hagi sér svona, og láti svona frá sér.

Ef Ásmundur Einar er heiðarlegur maður, þá segir hann af sér þingsætinu nú þegar vegna þessara orða sinna á Sauðarkróki í gær. Enda er gjörsamlega ólýðandi að Alþingismaður skuli í raun vera á móti lýðræðinu á Íslandi eins og þarna virðist vera raunin. Slíkt er í raun ekkert nema móðgun við skoðanir íslendinga og þann lýðræðislega rétt sem íslendingar telja sig búa við.

Frétt Vísir og Feykir.

Ásmundur Daði ætlar að gera Samfylkingunni lífið leitt (Vísir.is)
Ásmundur Daði ætlar að gera Samfylkingunni lífið leitt (Feykir)

[Lagfært klukkan 21:14 þann 17. Nóvember 2009. Nafn formanns Heimssýnar og þingmanns VG leiðrétt.]