Þjófur á þing

Það stefnir í það að hinn dæmi maður (sem reyndar fékk uppreisu æru með mjög vafasömum hætti, frétt af uppreisu æru Árna Johnsen má finna hérna. Skoðun mín á þessu athæfi má finna hérna.) sem heitir Árni Johnsen komist inná þing næsta vor. En fyrir þá sem ekki muna, þá sagði Árni Johnsen af sér þingmennsku vegna spillingar og misnotkunar á almannafé árið 2002, en hann var dæmur árið 2003 og fékk þá tveggja ára fangelsisdóm fyrir brot sitt.

Mér finnst það óverjandi af stjórnmálaflokki að hleypa manni í prófkjör til alþingskosninga sem hefur brotið af sér og verið dæmdur fyrir það. Þetta er siðlaust með öllu og á ekki að líðast. Það er nefnilega ekkert bendir til þess að Árni Johnsen hafi lært af því að hafa náðst.