Útflutningur á lambakjöti væri ekki vandamál ef Ísland væri í ESB

Íslenskir bændur þjást núna af ómældum samdrætti í lambakjöts sölu á innlendum markaði. Núna reyna íslenskir bændur að flytja lambakjötið út á erlendan markað, þar á meðal til Spánar sem er í ESB. Einnig er verið að vinna að sölu á kjöti til Kína, en mér þykir ólíklegt að lambakjötið verði selt til Kína að svo stöddu. Enda engir viðskiptasamningar á milli Íslands og Kína svo ég viti til.

Ef Ísland væri í ESB, þá væri lítið mál fyrir íslenska bændur að selja allar auka byrgðir af íslensku lambakjöti til annara ESB ríkja. Þetta er þó það sem bændur hafa hafnað með andstöðu sinni að aðild Íslands að ESB.

Úr frétt Rúv um þetta mál.

Verið sé að skoða alla möguleika varðandi útflutning, nú sé t.d. verið að vinna að sölu lambakjöts til Spánar og Kína. Mikilvægt sé að bændur lendi ekki í birgðasöfnun.

Bændur eru búnir að koma sér í þessa stöðu með því að vera á móti aðild Íslands að ESB, og þeim markaði sem fylgir aðild Íslands að ESB. Ég hvet því alla íslenska bændur að skipta um skoðun á ESB og styða aðild Íslands að ESB, vegna þess að aðild Íslands að ESB getur og mun líklega auka tekjur bænda á Íslandi vegna þess að einfaldara verður að flytja út vörur þeirra til annara ESB landa, til dæmis Spánar. Þá þurfa íslenskir bændur ekki að spá í sérstökum innflutningsleyfum fyrir lambakjöt frá Íslandi eins og gert er í dag.

Þó er hætta á því að þvermóðskuháttur Bændasamtaka Íslands og bænda almennt muni valda þeim ómældum viðskiptalegum skaða ef þeir viðhalda andstöðu sinni á aðildarværðum og aðild Íslands að ESB áfram. Sérstaklega ef það verður til þess að aðildarsamningur Íslands verðu felldur þegar á reynir. Hinsvegar vona ég að aðildarsamningur Íslands við ESB muni verða samþykktur þegar á reynir, líka af bændum á Íslandi. Vegna þess að aðild Íslands að ESB mun koma bændum til góða til lengri tíma.

Frétt Rúv.

Minni tekjur – minni lambakjötssala

[Uppfært þann 17. Nóvember 2009 klukkan 23:49. Titill lagaður.]