Lygar þjóðrembunar á Íslandi

Þjóðremba er eitt það mest skemmandi fyrirbæri sem hægt er að hugsa sér í nútímaþjóðfélagum. Sérstaklega í ljósi þess að þjóðremban er fær um að færa nútímaþjóðfélög aftur um mörg ár í hugsunarhætti, einnig sem að þjóðremban er fær um að kalla fátækt yfir heilu þjóðfélögin.

Á Íslandi er mikil þjóðremba í gangi þessa dagana vegna hinna ýmsu mála sem eru núna í gangi. Þessi skaðlega þjóðremba er á góðri leið með því að einangra íslendinga í samfélagi þjóðanna og kalla yfir þjóðina langvarandi fátækt og afturhald.

Lygar þjóðrembunar á Íslandi snúast þjóð ekki um bara hvað sem er, og ekki gegn hverjum sem er. Heldur snýst þjóðremban á Íslandi um tvennt, meintan glæsileika íslensku þjóðarinnar og síðan gegn útlendingum sem ætla víst að koma hingað til lands til þess eins að taka allt af okkur íslendingum.

Stærsta goðsögnin í þessu snýr að fiskveiðum, og þá er fullyrðingin sú að ef íslendingar ganga í ESB þá muni útlendinga koma hingað til lands og taka allan fisk af íslendingum og veiða upp allan fiskinn í íslenskri lögsögu. Þessu er haldið fram, jafnvel þó svo að ekki sé nokkur einasti fótur fyrir þessari fullyrðingu, hvorki á síðari árum eða núna í dag. Þeir sem halda þessari fullyrðingu á lofti geta ekki bent á nein dæmi máli sínu til stuðnings, og hafa aldrei getað gert það. Enda eru ekki nein slík dæmi til.

Síðan er það fullyrðingin að útlendingar ætli sér að koma hingað til lands og taka af íslendingum alla orkuna. Þessi fullyrðing er jafnvitlaus og fullyrðingin með fiskinn, enda er það þannig að það er ekki fótur fyrir þessari fullyrðingu, og eins og með fiskinn þá hefur ekki ein sönnun verið lögð fram þessum fullyrðingum til staðfestingar. Þeir sem halda þessu fram nenna ekki einu sinni að benda á dæmi úr Evrópu máli sínu til stuðnings, enda kemur slíkt ekki á óvart. Þar sem þeir sem halda þessu fram hafa ekki nein dæmi til að vísa í úr Evrópu.

Þær þjóðrembuhugmyndir sem snúa að íslendingum eru mjög vitlausar ef þær eru skoðaðar nánar. Sú hugmyndafræði að íslendingar séu bestir í hinu og þessu er fáránlegt, sérstaklega í ljósi þess að síðustu áratugi hafa íslendingar verið að dragast aftur úr nágrannalöndum í menntun, tækni og núna síðast í lífsgæðum. Það einu sem íslendingar eru virkilega góðir í er sú staðreynd að þeir eru mesta wannabe þjóðin í allri Evrópu.

Síðan eru aðrar minni fullyrðingar á þessum nótum í umræðunni í dag, fullyrðingar sem eru bæði rangar og ekki byggðar á neinum staðreyndum, og eru í reynd bara uppspuni frá rótum þeirra sem koma með þær, eða endurtaka þær í umræðunni.

Ef íslendingar vilja komast upp úr ástandi sem núna ríkir á Íslandi, þá þarf þjóðin að sætta sig við raunveruleikann eins og hann er, og vinna og bæta sig út frá því hvernig raunveruleikinn er. Það dugar lítið að ljúga að sjálfum sér og þykjast síðan vera eitthvað sem maður er ekki. Slíkt endar alltaf í hörmungum og leiðindum, eins og íslendingar hafa rækilega fengið að kynnast á síðastliðnu ári.

Ef íslendingar vilja vera alvöru þjóð, þá þurfum við að hætta að þykjast og eigum þess í stað að vera eitthvað raunverulegt. Hvað það nákvæmlega er verða íslendingar sjálfir að finna útúr með tíð og tíma.

5 Replies to “Lygar þjóðrembunar á Íslandi”

  1. Fínn pistill. Það er önnur þjóð í Evrópu sem einnig valdi að fara leið þjóðrembunnar og halda á lofti hinni einstöku sérstöðu sinni. Við getum þakkað fámenninu og fjarlægðinni frá öðrum löndum að tjónið sem við ollum öðrum er aðeins fjárhagslegt. Það er hins vegar að renna upp fyrir Serbum eftir ríflega 20 ára vegferð í boði Milosevic og arftaka hans að þjóðarhag er aldrei best borgið með þjóðrembunni.

  2. Hvað með i bretlandi Jón. Voru horu Hollendingar ekki búnir að kaupa kvóta þar, farnir að veiða í breskri lögsögu og sigla með aflann til Hollands. Ekki hafa nú Bretarnir miklar tekjur af því.

Lokað er fyrir athugasemdir.