4G tilraunanet opnar í Noregi og Svíþjóð

Fjarskiptafyrirtækið TeliaSonera hefur opnað fyrir tilrauna 4G fjarskiptanet í Olsó og Stokkhólmi. Þessi 4G fjarskiptanet eru fær um að ná allt að 80Mb/sec hraða til notenda þessa kerfis. Það sem er áhugavert við 4G er að kerfið er bæði fært um að flytja mikið af gögnum og er einnig fært um að flytja símtöl eins og í venjulegum 2G (GSM) og 3G farsímum.

Sem stendur hafa hinsvegar ekki verið framleidd nein símtæki fyrir 4G, þar sem þarna er verið að prufa er eingöngu gagnaflutningur til notenda, og hafa þessir sem nota kerfið fengið sérstaka 4G lykla til notkunar.

Nánari fréttir af þessu.

4G mobile phone network comes to Scandinavia
4G network goes live for lucky few