Fjölmiðlafrumvarp Tilraun 8

Ég var að lesa frétt á Rúv.is um breytingar á ríkisstjórninni. Mér brá þegar ég komst að neðstu línunni í fréttinni, en þar stendur þetta.

[…]
Halldór boðar að lagt verði fram fjölmiðlafrumvarp.

Hægt er að lesa alla frétttina hérna.

Varð það ekki ljóst síðast þegar þetta var reynt að þjóðin vildi ekki fjölmiðlafrumvarp, sem hefur eingöngu þann tilgang að þjóna spilltum embættismönnum í ríkisstjórn Íslands. Síðasta fjölmiðlafrumvarp átti að nota til að koma í veg fyrir að fólk sem ríkisstjórninni var í nöp við gæti átt fjölmiðla. Einnig sem það átti að nota þetta sama fjölmiðlafrumvarp til að koma í veg fyrir að hægt væri að flytja óþægilegar fréttir um ríkisstjórnina, og þá með hótunum um að svipta viðkomandi fjölmiðla starfsleyfi eða útsendingarleyfi.

Þögn íslensku þjóðarinnar er henni til vansa, enda er þessi sama þögn að koma henni í þessi vandamál sem eru að koma upp í dag. En spilling og valdnýðsla hefur fengið að blómstra í krafti þagnarinnar. Og þegar þannig aðstæður eru uppi, þá tapar þjóðin og aðeins örfáir græða. Og á endanum verður þetta þannig að aðeins örfáir fá að lifa í almennilegum aðstæðum á meðan almenningur mun svelta. Þetta hefur gerst erlendis og getur gerst hérna á landi, þó svo að formið yrði annað.

Er þetta þannig þjóðfélag sem íslenska þjóðin vill ? Mitt svar er nei, en ég veit ekki með fólkið sem er þarna úti. En það ætti að hugsa sig vel um.