Að koma með samsæriskenningasmiði í íslenska fjölmiðla er hneyksli!

Ég skil ekki afhverju Egill er að koma með samsæriskenningasmiði sem semja samsæriskenningar um allt mögulegt í Silfur Egils. Þetta gjaldfellir mikilvægi þáttarins Silfur Egils mikið. Enda er ekki bjóðandi að áhorfendum sé boðið uppá svona heilalausa þvælu, sem virðist við fyrstu sýn hafa mikið til síns máls, en er þegar nánar er skoðað ekkert nema helvítis kjaftæði. Það er enginn vafi á því að vefsíðan vald.org er svona samsæriskenningavefsíða sem kemur með hálf-sannleika, felur atriði sem henta ekki málflutningi höfunda hennar og fleira í þeim dúr. Byggir ennfremur á vafasömum rannsóknum sem standast ekki nánari skoðun og hafa í raun aldrei verið sannreyndar af utanaðkomandi aðilum (peer-review) eins og gert er þegar alvöru rannsóknir eru stundaðar.

Svona menn, eins og sá sem rekur vald.org eru eingöngu að auka tortryggni í samfélaginu og beinslíns kemur í veg fyrir að hægt sé að byggja upp traust innan þess.

Þegar þessir menn eru krafðir um sannanir fyrir málflutningi sínum, þá verður oft lítið um svör og ennþá minna um sannanir sem þessir menn geta vísað í máli sínu til stuðnings. Svona menn eru einnig snillingar í að halda fram hlutunum án þess að hafa nokkuð fyrir sér í þeim málefnum sem þeir halda fram. Þeir hrópa síðan „ég hafði rétt fyrir mér!“ þegar eitthvað gerist sem svipar til spádóma þeirra.

Það er einfalt að halda fram hvaða þvælu sem er, eins og Jóhannes (maðurinn á bak við vald.org) gerir. Það er þó erfiðara fyrir hann að standa við þessa þvælu, eða koma með sannanir fyrir málflutningi sínum. Það er reyndar kaldhæðin staðreynd að maðurinn hefur aldrei svo ég viti til verið rukkaður um staðreyndir eða heimildir fyrir máli sínu. Það ýtir ennfrekar undir þá skoðun að maðurinn sé bara að bulla eitthvað útí loftið, og hrósar síðan happi þegar honum er boðið í Silfur Egils til þess að boða þetta bull sitt þar fyrir stórum áhorfenda hópi á Íslandi.

17 Replies to “Að koma með samsæriskenningasmiði í íslenska fjölmiðla er hneyksli!”

  1. marat, þetta snýst ekki um dæmi. Þetta snýst um staðreyndir, og vald.org hefur ekki neinar staðreyndir. Bara uppspuna og blekkingar.

  2. Jón, Sýndu fram á 2 – 3 dæmi af vald.org sem með óhyggjandi hætti eru uppspuni eða blekking. Það ætti að vera þér auðvelt ef fullyrðing þín er rétt að ALLT á vald.org hefur ekki neinar staðreyndir, eru bara uppspuni og blekkingar.

  3. Hættu þessu væli og reyndu nú að hrekja þessar samsæriskenningar sem þú telur Jóhannes viðhafa.

    „Óhrædd gagnrýni og skoðanir ! “

    Er það eitthvað sem þú telur þig hafa einkaleyfi á ?

    Skoðanir eru ekki endilega staðreyndir og gagnrýni þín hefur ekki mikið innihald.

    Þú ert sannkallaður öfgamaður Jón Frímann.

  4. Ég er nú þegar búinn að leggja út fyrir afhverju vald.org er ekkert nema samsæriskenningasíða sem er ómarktæk. Ég þarf ekkert að orðlengja það neitt frekar. Þeir sem ekki geta sætt sig við sannleikan eru beðnir um að væla annarstaðar.

  5. Jóhannes Björn var búinn að vara við að kreppa væri í aðsigi á vefnum sínum löngu áður en nokkur maður hérlaendis sá að eitthvað athugavert var í gangi. Rökstuddi það og útskýrði á mannamáli. Þú getur kannski bent á hvar hann hafði rangt fyrir sér þar. Einnig gat hann sagt fyrir hvernig hún myndi þróast þegar allir voru að halda að nú væri allt um garð gengið þá virtist hann vita betur og hafði rétt fyrir sér þar einnig.
    Sýnist fljótt á litið að þú sért á villigötum karlinn minn.

  6. Sævar, meirisegja ég var búinn að átta mig á þeirri staðreynd að kreppa væri í aðsigi löngur áður en kreppan átti sér stað.

    Það þarf ekki að vera eitthvað sérstakur til þess að átta sig á þeirri staðreynd að eftir þenslu kemur kreppa. Þetta er svona dæmi eins og eftir nótt þá kemur dagur.

    Þeir einu sem eru á villigötum hérna eru þeir sem trúa þvælunni í Jóhannesi og á vald.org. Maðurinn hefur líklega misst oftar marks en hann hefur haft rétt fyrir sér (þ.e ágiskun sem rættust).

  7. Vinsamlegast bentu á minnsta kosti eina „ágiskun“ hjá Jóhannesi á vald.org sem hefur misst marks. Bara svona svo við getum séð að þú sért ekki marklaus bullari.

    Einnig væri gott að fá að vita út á hvað samsæriskenning Jóhannesar á að ganga út á að þínu mati.

  8. Bókin hans „Falið Vald“ og aðrar bækur eftir hann eru gott dæmi. Einnig sem að vefurinn er fullur af vitleysu og þvælu.

    Svona, þetta var ekkert svo erfitt. Núna er komið að því að þú leggir á þvi gagnrýna hugsun.

  9. Þú virðist samt vera svolítið sammála Jóhannesi á árinu 2005.

    „Það virðist vera gífurleg spilling í gangi hérna á Íslandi í íslenskum stjórnmálum. Þessi spilling er bæði peningalegs eðlis og valdlegs eðlis.“

    http://jonfr.com/?p=18 … það veit á gott 😉

    Spillingin er engu minni í ESB sem annarsstaðar.

  10. L, spillingin var mjög augljós á Íslandi. Það sannar því ekki neitt þó svo að þú veljir eitthvað eitt til að benda á.

    Þú ert nefnilega ekki að benda á það sem Jóhannes hefur haft rangt fyrir sér með.

    Hérna er dæmi um þvæluna í Jóhannesi. Ég vona að afneitar þegi eftir þetta.

    http://www.vald.org/greinar/050310.html

  11. Ég þakka ábendinguna, athyglisverð grein hjá Jóhannesi.

    Það væri móðgun við þær tugi milljónir sem látið hefur lífið í þjóðernishreinsunum að afneita þessu með öllu.

    Sýklahernaður er er alls ekki nýr á nálinni, það fengu frumbyggjar Ameríku að finna fyrir af hendi Evrópubúa.

    Kynntu þér mannkynssöguna og segðu mér svo að hún sé eitt samsærisbull.

  12. L, þessi grein er tóm þvæla. Mannkynssöguna þekki ég ágætlega (er þó enginn sérfræðingur). Frumbyggjar Ameríku veiktust vegna þess að þeir höfðu ekki neitt mótefni gegn mörgum af þeim sýklum og veirum sem Evrópubúar báru með sér þegar þeir fyrst komu til Ameríku. Það er ekkert dularfullt við þetta, og ekkert samsæri þarna á bakvið.

    Svona fullyrðingar eins og þú kemur með hérna eru tóm þvæla, og því bið ég þig um að halda þeim fyrir sjálfan þig.

  13. Það eru til sannanir að Bretar breiddu út bólusótt með skipulögðum hætti, öðruvísi hefði hún ekki getað borist með þeim ógnarhraða sem hún gerði.

    En þjóðernishreinsanir eru bara léttvægar í þínum augum og lítið hægt að tjónka við slíkum “ mönnum „

  14. wtf! Haltu þessum samsæriskenningum þínum fyrir sjálfan þig. Annars mun ég halda þér frá þessum vef.

    Ef þetta er ekki miðaldir sem þú ert að tala. Þá er þetta samsæriskenningabull hjá þér.

  15. Samsæriskenningar.

    Veit ekki ekki betur en að þú sért að pretika slíkar kennigar á spjallinu á vantrú og halda því fram að helstu ráðamenn heimsins noti trúarbrögð til stýringar.

    Munurinn á þér og Jóhannesi er að hann fjallar ekki mikið um trú/vinkilinn á stýringunni (sem þið vinirnir á vantrú virðist vera fastir í).

    Jóhannes er meira að benda á nútímastýringu sem á sér stað í formi Seðlabanka/Banka/Stórfyrirtækja og hagsmunavörðum þeirra, sem oft á tíðum dúkka upp í ótrúlegustu stöðum.

    Það getur vel verið að þetta dæmi sem þú kemur með sé frekar vafasamt, ég er ekki hér til að verja skoðanir Jóhanesar heldu benda þér á að þú er í sjálfu sér í mótsögn við sjálfan þig í þessum skrifum lol…

    Það er augljóst að þú hefur ekki kynnt þér málflutning Jóhannesar.

    kv Frikki

Lokað er fyrir athugasemdir.