Slökkt á NMT kerfinu 1. September 2010

Núna í haust verður slökkt á NMT kerfinu. Þetta er samkvæmt tilkynningu frá Póst og fjarskiptastofnun. Þangað til að slökkt verður á NMT kerfinu er kerfið rekið á tímabundnu tíðnileyfi þangað til að því verður lokað.

Það er alls óvíst hvaða kerfi tekur við af NMT kerfinu, þar sem augljóst er að GSM 900 og GSM 1800 kerfin henta ekki til langdrægrar farsímaþjónustu hérna á landi. Enda virka þau kerfi eingöngu best í sjónlínu frá sendi, og drægni þeirra er takmörkuð. Jafnvel þó svo að sendanir séu öflugri (kallað á Íslandi langdrægt GSM) en hefðbundnir GSM sendar sem drífa eingöngu 32 km.

Það er hinsvegar til GSM kerfi sem vinnur á 450Mhz. Þetta kerfi kallast GSM 450 (eða GSM 400). Hinsvegar er GSM 450 lítið notað í heiminum núna, aðalega vegna þess að þess hefur ekki verið þörf í Evrópu eða annarstaðar í heiminum. Hinsvegar mundi GSM 450 henta mjög vel fyrir Ísland að mínu mati, og það þýðir einnig að notendur slíkrar þjónustu mundu ekki þurfa að skipta um farsíma þegar þeir færu útúr hefðbundinni útbreiðslu GSM 900 eða GSM 1800. Slíkt er kostur fyrir notandan, þar sem hann þarf þá ekki að vera með mörg tæki þegar farið er á svæði sem hafa slæmt GSM samband í dag, og væntanlega í framtíðinni.

Tæknilega er ekkert sem stoppar farsíma frá því að vera GSM 450/850/900/1800/1900 og einnig 3G 900/2100. Slíkt tæki yrðu auðvitað mjög hentug uppá fjöllum, enda hefur GSM tæknin sannað sig mjög vel í mörg ár núna.