Lygar STEF og Smáís

Það er undarlegt að fylgjast með fullyrðingum STEF og Smáís í gegnum árin. Sérstaklega í ljósi þess að þessar fullyrðingar samtaka eru gjörsamlega útí hött þegar nánar er skoðað. Undanfarið hafa þessi samtök verið að væla hátt og mikið yfir minnkandi sölu á tónlistargeisladiskum og DVD myndum hérna á landi. Í staðinn fyrir að skoða ástæður þess að verðlag á tónlistardiskum og DVD diskum er svona hátt hérna á landi. Þá kenna þessir menn niðurhali á þessu efni um minnkandi sölu. Staðreyndin er hinsvegar sú að sýnt hefur verið fram á að niðurhal á tónlist, sjónvarpsþáttum og kvikmyndum kemur nánast ekkert niður á sölu á þessu efni. Rannsóknir hafa sýnt fram á það að sem er að draga úr sölu á tónlist og kvikmyndum eru tölvuleikir, ekki niðurhal. Tölvuleikir kosta morðfjár á Íslandi eins og annað skemmtiefni, og það er staðreynd að fólk hefur bara takmarkað magn peninga á milli handanna til þess að eyða í svona efni. Salan á Íslandi í tónlist og DVD diskum hefur einnig dregist saman vegna þess að það er ódýrara að panta frá Amazon.com / co.uk og álíka vefverslunum á internetinu heldur en að kaupa útúr búð hérna á landi. Ástæðan er mjög einfaldara, á þessum vefsíðum er meira úrval og það er ódýrara að versla á þessum netverslunum en í búð hérna á Íslandi.

STEF og Smáís hafa einnig stundað lögbrot í mörg ár, en þau hafa nokkra einkaspæjara á sínum snærum sem fara inná torrent síður á Íslandi og safna þar IP tölum og notendanöfnum. Þessar upplýsingar láta síðan þessir einkaspæjarar STEF og Smáís fá, sem síðan láta lögregluna fá þessar upplýsingar. Þetta er auðvitað kolólöglegt, þar sem Hæstiréttur Íslands úrskurðaði að einkaspæjarar eins og þeir sem hérna ræðir um eru kolólöglegir á Íslandi. Enda hafa þeir ekki neinar rannsóknarheimildir eins og Lögreglan, og þeir geta seint talist öruggir fyrir þeim gögnum sem þeir koma til STEF og Smáís, sem auðvitað borga þeim fyrir þessa vinnu. Síðan er það spurning hvort að STEF og Smáís fari fram á það að google verði bannaður, enda er líka hægt að finna torrent þar, eins og með öðrum leitarvélum.

Nánari upplýsingar um það afhverju STEF og Smáís eru lygarar.

Are downloads really killing the music industry? Or is it something else? (2009)

Fréttir af úrskurði Hæstaréttar Íslands gegn IsTorrent.

Jakob Frímann fagnar: Vísast að einhverjum þyki þetta argar fréttir og illviðunandi
Sigur í baráttunni gegn ólöglegu niðurhali: Hæstiréttur staðfestir lögbann yfir torrent.is
Torrent-Svavar tapaði fyrir STEFi í Hæstarétti: Hræddur um að STEF fái ekki krónu
Lögbann á torrent.is staðfest

One Reply to “Lygar STEF og Smáís”

Lokað er fyrir athugasemdir.