Fáfræði andstæðinga ESB um ESB

Ég er að hlusta á upptöku af þættinum „ESB já eða nei“, sem er á útvarpi Sögu reglulega þar. Það er augljóst að málflutningi Brynju (formanns Íslafoldar, ungra andstæðinga ESB) byggir ekki á neinu öðru en hreinni fáfræði um ESB, og hvernig ESB starfar. Það er ennfremur ljóst að Brynja, eins og fleiri andstæðingar ESB hafa afskaplega lítið vit á því hvernig alþjóðastjórnmál virka í reynd.

Því legg ég til þess að andstæðingar ESB fari og endurmennti sig varðandi ESB og alþjóðasamfélagið. Einnig sem að andstæðinga ESB þurfa að kynna sér hvernig þessir hlutir virka gagnvart Íslandi sem smáríki. Enda er augljóst að íslendingar þurfa að styrkja stöðu sína á alþjóðlegum vettvangi, og slíkt er best gert með inngöngu og aðild að ESB.

Það má einnig benda á að Norðmenn náðu mjög hagstæðum samningi við ESB á grundvelli varðandi sjávarútvegsmála. Sá samningur gekk útá að sjávarútvegsstefna Norðmanna yrði hluti af sjávarútvegsstefnu ESB með tímanum. Hvort að íslendingar fái slíkan samning verður bara að koma í ljós með tímanum.

Sænsku Bændasamtökin studdu aðild Svíþjóðar að ESB á sínum tíma. Finnsku Bændasamtökin voru á móti aðild Finnlands að ESB. Sama á við um norsku Bændasamtökin, sem voru og eru á móti aðild Noregs að ESB. Það má einnig benda á þá staðreynd að Finnskum bændum hefur verið að fækka síðan árið 1960, og líklega fyrr. Þannig að fækkun bænda í Finnlandi kemur ESB ekkert við.

Íslenska krónan er ennfremur minnsti sjálfstæði gjaldmiðilinn í heiminum í dag. Í þessu samhengi þá finnst Dönum danska krónan vera mjög lítil, og því er líklegt að danir taki upp evruna innan skamms eftir þjóðaratkvæðagreiðslu.

Það er margt meira í ESB umræðunni, og allt af því sem andstæðingar ESB halda fram um ESB er einfaldlega rangt.

Fyrir þá sem vilja fræðast um ESB. Þá bendi á þessa hérna vefsíðu ESB um lög og annað sem viðkemur ESB.

Summaries of EU legislation

[Uppfært klukkan 02:27. Þann 15. Febrúar 2010. Texta bætt við ásamt slóð.]