ESB andstæðingurinn sem „ætlaði“ að flytja frá ESB landinu Danmörku til Íslands

Á blog.is er að finna einn af mörgum andstæðingum ESB. Þessi býr þó við þá sérstöðu að búa í ESB landinu Danmörku og njóta því kosta ESB beint og án nokkura vandamál. Þrátt fyrir mikil haturskrif hans í garð ESB, og oft á tíðum tal hans um að flytja til Íslands frá Danmörku þá hefur hann ekkert gert í því. Enda er alveg ljóst að það er ekki íbúðarskortur á Íslandi sem er að stoppa eða tefja mannin. Það er hinsvegar að tefja mannin er hið góða og örugga líf hans innan ESB. Gildir þá einu hversu stóran hann gerir sig á blogginu og internetinu. Ég er auðvitað að tala um ESB andstæðinginn Gunnar Rögnvaldsson, sem er búsettur í Danmörku og augljóslega ekkert að fara þaðan. Jafnvel þó svo að hann tali mikið um það á blogginu til þess að blekkja fólk, eins og hann gerir venjulega í hatursgreinum hans um ESB.

Hérna eru bloggfærslunar þar sem hann talar um í athugasemdum og bloggfærslum að flytja til Íslands. Þetta byrjar árið 2008 í þessu hérna yfirliti. Þetta er ekki endilega tæmandi yfirlit yfir allar þessar yfirlýsingar hans um að flytja til Íslands.

Okkur öll, börn okkar og börn þeirra og börn þeirra. En þökk sé sjálfstæðinu þá mun þetta ekki gerast. Þess vegna þarf ég ekki að borga þegar ég flyt mig og fyrirtæki mitt heim til Íslands með næstu vorskipum.

Bloggfærsla þann 30. Október 2008. Alla bloggfærsluna er hægt að lesa hérna.

þessa hugmynd hef ég nú þegar sett í vinnslu. Ég kýs með fótunum og flyt allt okkar til Íslands á þessu ári. Þetta er búið að vera í vinnslu í 10 mánuði. Það góða við stöðu mína og fyrirtækis míns er að það er hægt að flytja út úr ESB ef maður er einstaklingur eða fyrirtæki. Það er einmitt þessvegna sem fyrirtæki og einstaklingar flytja svona mikið burt frá ESB.

Athugasemd við bloggfærslu þann 22. Júní 2009. Alla færsluna er hægt að lesa hérna.

En nú eru börnin mín stór og fullvaxta og því get ég kosið með fótunum og flyt því til Íslands á næstu mánuðum.

Athugasemd þann 4. Janúar 2010. Alla færsluna er hægt að lesa hérna.

Það er staðreynd að jafnvel andstæðingar ESB vilja ekki yfirgefa góða lífið innan ESB. Jafnvel þó svo að þeir tali stórt og mikið um það á blogginu, og vona að enginn fletti ofan af þeim. Þessar hérna yfirlýsingar hjá Gunnari eru auðvitað ekkert nema hræsni af hæstu gráðu og koma vel upp um óheiðarleika þessa manns í umræðunni um ESB.