ADSL tenginar Símans á landsbyggðinni

Það er nú ekki alveg rétt það sem kemur fram hjá Símanum í frétt á Rúv, að það sé dýrara að veita þjónustu á landsbyggðinni vegna þess að staðirnir eru svo langt frá ljósleiðarahringum. Staðreyndin er að ADSL tenging þarf ljósleiðarasamband út hvort sem um er að ræða ADSL eða ADSL2+. Þessi hérna fullyrðing hjá Símanum er því röng.

Margrét segir stefnu fyrirtækisins þá að allir landsmenn greiði sama verð fyrir þjónustu Símans, þótt misdýrt sé að veita hana. Hún segir að 50-60 staðir búi við takmarkaða sjónvarpsþjónustu. Þetta séu minni staðir á landsbyggðinni og langt frá ljósleiðarahringnum. ,,Eðlilega förum við fyrr í þá uppbyggingu þar sem einfaldara er að byggja þessa þjónustu upp,“ segir Margrét.

Hérna á Hvammstanga er ljósleiðari inní bæinn. Samkvæmt því sem sagt er þá liggur ljósleiðarinn inní símstöðina hérna á staðnum, símstöðin er staðsett í pósthúsinu eins og oft er á minni stöðum útá Landsbyggðinni. Þrátt fyrir þetta er ég bara með 7Mbps hraða á ADSL-inu hjá mér. Staðreyndin er mjög einföld, Síminn einfaldlega tímir ekki að leggja í ADSL2+ uppbyggingu á minni stöðum á landsbyggðinni. Þar sem ódýrara er fyrir Símann að viðhalda lægra þjónustustigi á þessum stöðum. Heldur en að uppfæra ADSL búnaðinn í símstöðinni og færa viðskiptavininum þá þjónustu sem hann borgar fyrir. Á minni stöðum útá landi er alger einokun Símans í þjónustu á ADSL línum. Ef keypt er þjónusta frá öðrum aðila, þá er það í gengum kerfi Símans og Mílu.

Frétt Rúv um þetta mál.

Fullt verð fyrir minni þjónustu