Þau eru á móti heiminum

Eitt af því sem andstæðingar ESB halda gjarnan fram er að þeir séu á móti ESB, en með heiminum. Það er hinsvegar augljóst að þetta fólk hefur ekki tekið eftir því að ESB er hluti af heiminum, alveg eins og Ísland, Noregur, Færeyjar, Grænland og fleiri þjóðir á þessari Jörð okkar.

Formaður Ísafoldar tjáir sig á Facebook

Þegar andstæðingar ESB segjast vera á móti ESB, en með heiminum eins og sýnt er hérna að ofan, þá er í raun verið að blekkja fólk. Það er ennfremur ljóst að andstæðingar ESB eru að blekkja sjálfan sig með svona tali, enda alveg ljóst að Ísland og íslendingar geta ekki verið án viðskiptasambanda við heiminn, eða viðskipta við hann.

Það vantar einnig mikilvægan hlut í heimsmynd andstæðinga ESB. Það vantar að andstæðingar ESB útskýrir fyrir þjóðinni hvernig þeir vilja haga samskiptum Íslands við umheiminn í framtíðinni. Þar sem samskipti þjóða byggjast á gagnkvæmum samskiptum, viðskiptum og samningum, þá vantar alveg í málflutning andstæðinga ESB hvernig þau ætli sér að leysa þetta vandamál ef Ísland gengur ekki í ESB, og jafnvel útúr EES og EFTA eins og margir andstæðingar ESB vilja að auki. Ég spyr því. Hvernig ætla andstæðingar ESB að haga alþjóðlegum samskiptum Íslands ef íslendingar hafna aðild að ESB ? Svör óskast sem fyrst.

Það er einnig annað sem andstæðingar ESB segja ekki íslendingum, og það er að ESB er í raun ekkert nema sameiginlegur grundvöllur fyrir samskipti 27 aðildarþjóða í Evrópu um málefni sem skipta þau máli sameiginlega. Eins og að koma sameiginlega fram á alþjóðlegumvettvangi og tala einni röddu á þeim vettvangi. Jafnvel sem mótvægi við Bandaríkin og Kína á hinum alþjóðlega vettvangi. Það er alveg ljóst að ef hver þjóð í Evrópu væri að vinna að þessum málefnum í sínu horni, þá yrði lítið úr verki og ekkert myndi ávinnast. Íslendingar taka núna 2/3 hluta þátt í samstarfi ESB ríkjanna. Þá í gegnum hinn innri markað ESB, en EES samningurinn er byggður á úreldri stoð ESB sem kallaðist „first pillar“ ESB, sem hefur í dag verið skipt út fyrir „Exclusive competence, Shared competence, Supporting competence„, þarna er ákvarðað hvar ESB fer með algert vald yfir málaflokknum og hvar ESB fer með hlutavald með aðildarþjóðum ESB, síðasti liðurinn er ekkert annað en stuðningur ESB við aðildarríkin við ákveðna málaflokka. Það þýðir að ESB getur eingöngu komið að þessum málaflokkum sem stuðningsaðili, en getur ekki tekið neinar ákvarðanir í þessum málaflokkum án samþykkis aðildarríkja ESB.

Það er alveg ljóst að fólk sem vill einangra heila þjóð frá heiminum kemur í veg fyrir að sú þjóð geti þroskast á eðililegan hátt. Það er einnig verið að svipta fólki réttinum til betra lífs. Enda er alveg ljóst að íslendingar geta ekki bætt lífsskilyrðin á Íslandi ef við ætlum að gera það með verðbólgukrónuna, háa vexti og lág laun. Þessu hafa íslendingar þó vanist, og virðast varla trúa því að aðild Íslands að ESB geti fært þeim betra líf og betri lífsgæði, enda hafa valdhafar síðustu ár komið með innantóm loforð í þeim efnum. Það er ennfremur alveg ljóst að betri lífsgæði eru ekki gefin, heldur verða íslendingar að vinna fyrir þeim. Jafnvel sem aðildarþjóð að ESB. Það er því kominn tími til þess að íslendingar og Ísland verði hluti af heiminum og gangi í ESB þegar aðildarsamningur liggur fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslu.

2 Replies to “Þau eru á móti heiminum”

  1. Hahahahahahahahah!!!!
    þú ert nú meiri brandarakallinn
    Ganga í esb? yeah right!

  2. Íslendingar munu ganga í ESB þegar þar að kemur. Núverandi kerfi á Íslandi einfaldlega virkar ekki og er sagan ágætt dæmi um slíkt. Staðan eftir tvö til þrjú ár verður heldur ekkert góð heldur, en væntanlega betri innan ESB en í dag.

Lokað er fyrir athugasemdir.