Stöðug smáskjálftavirkni í Eyjafjallajökli

Síðan 2 Mars 2010 hefur verið nánast samfelld jarðskjálftahrina í Eyjafjallajökli. Þessi jarðskjálftahrina bendir til þess að kvikan sem er undir Eyjafjallajökli sé á ferðinni. Hugsanlegt er einnig að magn kviku undir Eyjafjallajökli sé að aukast, en slíkt mundi auka jarðskjálftavirkina í Eyjafjallajökli. Líkt og hefur verið að sjást undanfarna sólarhringa í Eyjafjallajökli.

Í síðustu viku mældust 312 jarðskjálftar í Eyjafjallajökli, og eru þetta bara þeir jarðskjálftar sem jarðfræðingar Veðurstofunnar gátu staðsett, en í Eyjafjallajökli hefur orðið mikill fjöldi lítilla jarðskjálfta sem ekki hefur verið hægt að staðsetja vegna þess að þeir koma bara fram á einum til tveim jarðskjálftamælum. Síðan 2 Mars 2010 hafa amk mælst 230 jarðskjálftar í Eyjafjallajökli samkvæmt vef Veðurstofu Íslands.

Núverandi þróun í Eyjafjallajökli er ekki góð, en jarðskjálftar eru oft undanfarar eldgoss í eldstöðvum eins og Eyjafjallajökli. Þó er ekkert sem bendir til þess á þessari stundu sé eldgos yfirvofandi í Eyjafjallajökli. Hinsvegar er hætta á því að styttra sé í eldgos ef núverandi virkni heldur áfram í Eyjafjallajökli. Ég hvet því fólk að fylgjast vel með tilkynningum yfirvalda varðandi Eyjafjallajökul vegna jarðskjálftavirkinnar sem er ríkjandi í honum þessa stundina.