Stöðugir jarðskjálftar í Eyjafjallajökli

Síðasta sólarhring hefur verið stöðug jarðskjálftavirkni í Eyjafjallajökli. Á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að það sé að draga úr þessari jarðskjálftahrinu í Eyjafjallajökli. Eitthvað um 500 jarðskjálftar hafa mælst síðasta sólarhring í Eyjafjallajökli.

Á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að það sé að fara gjósa í Eyjafjallajökli. Hættan er þó raunveruleg og hvet ég því fólk að fylgjast með fjölmiðlum í öryggisskyni ef það er á ferðinni nálægt Eyjafjallajökli.

Hægt er að sjá eitthvað af þeim jarðskjálftum sem eiga sér stað í Eyjafjallajökli á jarðskjálftamælaplottinu mínu hérna.