Ekkert lát á jarðskjálftum í Eyjafjallajökli

Það er ekkert lát á jarðskjálftum í Eyjafjallajökli. Flestir jarðskjálftarnir sem koma eru á stærðarbilinu ML0.0 og uppí ML2.0, en langflestir jarðskjálftarnir eru í kringum einn á ricther að stærð. Þessi jarðskjálftahrina í Eyjafjallajökli hófst í gær og hefur staðið síðan, þar á undan var einnig talsvert um jarðskjálfta í Eyjafjallajökli. Þó var sú virkni ekkert í líkingu við þá jarðskjálftavirkni sem á sér núna stað. Dýpi þessara jarðskjálfta er ennþá í kringum 10km til 5km dýpi. Mesta virknin á sér þó stað á uþb 7km virðist vera.

Samkvæmt tölum Veðurstofu Íslands, þá hafa orðið eitthvað í kringum 500 jarðskjálftar síðustu 48 klukkutímana, og það bætist stöðugt í þann fjölda eftir því sem tíminn líður. Enda sýnir þessi jarðskjálftavirkni engin merki þess að vera hætta á þessari stundu. Hver þróun þessara jarðskjálftahrinu er óviss, enda kemur þessi jarðskjálftahrina til vegna kvikuhreyfinga undir Eyjafjallajökli.

Ef fólk er á ferðinni í kringum Eyjafjallajökul. Þá mæli ég með því að það fylgist með fjölmiðlum ef eldgos skyldi eiga sér stað í Eyjafjallajökli. Þessa stundina er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara að hefjast í Eyjafjallajökli. það gæti þó breyst með skömmum fyrirvara ef kvikan fer að brjóta sér leið uppá yfirborðið í Eyjafjallajökli.

Ég mun skrifa meira um stöðu Eyjafjallajökuls og þessa jarðskjálfta sem þar eiga sér stað eftir þörfum.