Íslendingar og skuldir

Íslendingar vilja ekki borga skuldir „góðærisins“. Þeir vilja bara moka vandamálunum undir teppi og gleyma þeim þar. Ég stofnaði hóp á Facebook þar sem uppborgun skulda sem maður stofnar til er ekkert annað en heiðarlegt og sæmir siðum mönnum sæmir. Þau viðbrögð sem ég fékk á Facebook voru sagt léleg og til skammar fyrir þá sem settu þau inn.

Hérna eru nokkur dæmi af þessum viðbrögðum.

Þar á undan hafði ég fengið þetta ósmekklega svar á facebook.

Ég reyndar hef fengið mun grimmari svör en þetta, og þar á meðal hefur verið ráðist á mig vegna þess að ég er öryrki og ég er með Aspeger Heilkennið og vegna eldri mistaka sem er búið að taka fyrir og ég er búinn að borga fyrir til fullnustu. Þessar árásir voru vægast sagt ógeðslegar í minn garð, enda var viðkomandi einstaklingur bannaður útúr hópnum og ég eyddi umræddum pósti, en ég á engu að síður mynd af þeim póst ef ég þarf að sanna mitt mál.

Síðan eru íslendingar hissa á því að ekkert breytist hérna á landi. Það er alveg dagsljóst að ekkert mun breytast hérna á landi á meðan íslendingar sjálfir vilja ekki breyta neinu. Á meðan svo er verður skíturinn og spillingin, fátæktin og vandamálin til staðar. Það er auðvitað ekki til nein töfralausn á vandamálum heimsins, en íslendingar geta léttilega orðið fyrirmynd þjóða í Evrópu og innan Evrópusambandsins. Hinsvegar er nákvæmlega enginn áhugi fyrir slíku á Íslandi, þar sem allir eru uppteknir að passa uppá rassin á sjálfum sér og sínum. Það er alveg ljóst að íslendingar munu fá það sem þeir borga fyrir, heimurinn hefur alltaf virkað þannig hjá öllum. Íslendingar eru þar engin undantekning.

Facebook hópurinn.

Við borgum skuldir okkar – Þó svo að það sé erfitt

Ég tek það fram, af gefnu tilefni að skítkast og annað slíkt er bannað á þessum hóp eins og annarstaðar og brotlegir verða bannaðir og skilaboð þeirra fjarlægð.

2 Replies to “Íslendingar og skuldir”

  1. Það hafði samband við maður sem hafði séð þessa facebook síðu og sagði mér frá þér og fortíð þinni. Eftir það dró ég umsvifalaust í land enda ertu greinilega veikur einstaklingur.
    Því biðst ég hér með afsökunar ef ég hef sært þig með ummælum mínum á facebook síðunni.

  2. Sigurður J, fyrir það fyrsta þá er ég ekki veikur, enda er Aspger heilkenni tæknilega séð ekki sjúkdómur sem slíkur. Þetta hefðuru vitað ef þú hefðir haft fyrir því að smella á linkinn sem ég gaf um asperger heilkennið.

    Ef þú ætlar að vera með svona svívirðingar í minn garð, þá geturu bara verið úti.

    Hver hafði síðan samband við þig ?

    Annars er þetta hérna gott dæmi afhverju það er heilsusamlegast fyrir fólk að forða sér frá Íslandi, og koma aldrei aftur.

Lokað er fyrir athugasemdir.