Jón Baldur Lorange vitnar í mig og gerir það rangt

Landbúnaðarráðunauturinn og stjórnarmaður í Heimssýn hann Jón Baldur Lorange vitnar í mig í nýrri blogg færslu hjá sér. Gallin við þessa tilvitnun hjá honum er að sá að hún er röng, og tekin úr samhengi. Enda stundaði hann Quote mining (Fallacy of quoting out of context) alveg á fullu í nýjustu bloggfærslunni hjá sér.

Jón Baldur setur fram þessa tilvitnun eftir mig á bloggsíðuna sína.

Staðreyndin er, og hefur alltaf verið að andstæðingar ESB eru oft á tíðum ekkert annað hreinir fasistar. Úlfar í sauðagæru er rétta orðið yfir þetta fólk. Enda hefur það margoft sannast að það hikar ekki við að ljúga og blekkja fólk ef það þjónar þeirra hagsmunum. Það er ennfremur ljóst að fullyrðingar fasistana á Íslandi (andstæðinga ESB) standast ekki.

Ég hinsvegar sagði þetta hérna, og ég feitletra því sem Jón Baldur sleppti. Það sem Jón Baldur notaði er skáletraðað.

Þér ferst nú að tala um lýðræði vitandi í kynþáttahatarann og lýðskrumarann Nigel Farag, sem er Evrópuþingmaður UKIP sem er einu skrefi fyrir ofan BNP flokkin sem er ekkert nema fasistaflokkur með meiru.

Staðreyndin er, og hefur alltaf verið að andstæðingar ESB eru oft á tíðum ekkert annað hreinir fasistar. Úlfar í sauðagæru er rétta orðið yfir þetta fólk. Enda hefur það margoft sannast að það hikar ekki við að ljúga og blekkja fólk ef það þjónar þeirra hagsmunum.

Það er ennfremur ljóst að fullyrðingar fasistana á Íslandi (andstæðinga ESB) standast ekki. Enda er lýðræði óvíða meira en í Evrópu og í löndum ESB þar sem ESB samstarfið byggir á lýðræði, frelsi og manngæsku.

Það er ennfremur kaldhæðnislegt að sjá Jón Baldur tala hérna um að hann vilji samvinnu á milli landa, en sé á sama tíma á móti því sem hann þykist styðja. Samvinnu á milli landa á grundvelli samstarfs sem heitir í dag ESB.

Þess má geta að dómsdagsspár andstæðinga ESB um hvað mundi gerast þegar Lisbon sáttmálin mundi taka gildi hafa ekki ræst, og ég er hreinlega orðin leiður á því að bíða eftir því að þessir spádómar þeirra rætist. Ég er farinn að hallast að því að þeir sem ímynduðu sér að allt mundi fara til fjanands við gildistöku Lisbon sáttmálans hafi hreinlega verið að ljúga.

Þarna er það tekið sem ég sagði og snúið útúr því alveg langar leiðir. Enda er þetta sett þannig upp að meining þess sem ég sagði verður allt önnur en það sem ég raunverulega sagði.

Þetta er þó ekki nóg fyrir Jón Baldur, þar sem hann vitnar aftur í mig.

Orðið sjálfstæðissinnar er bara fallegt orð yfir fasisma … Ég þarf ennfremur ekkert að draga neitt í land. Vegna þess að ég skaut ekkert yfir markið. Ég skaut beint í mark, og það vel. Enda er komin tími til þess að fólkið í landinu átti sig á þeirri hugmyndafræði sem gengur á bak við andstöðunni að ESB.

Þetta lítur heilstætt út, ekki satt ? Því miður er búið að taka það sem ég sagði úr taka það alveg úr samhengi eins og fyrra dæmið. Hérna er það sem ég raunverulega sagði. Það sem er feitletrað er það sem ekki var notað, það sem er skáletraðað er það sem er notað.

Orðið sjálfstæðissinnar er bara fallegt orð yfir fasimsa.
Þú virðist ennfremur ekki átta þig á þeirri staðreynd að EES er hluti af pólitískusamrunaferli Evrópu, alveg eins og aðild Íslands að CoE er. Það ætti ekki að þurfa að taka það fram að CoE er ekki eins víðtækt og ESB, en hlutverkin eru svipuð á pólitíska sviðinu engu að síður.

EES samningurinn er pólitískur samningum aðild Íslands að innri markaði ESB. Þannig að tæknilega séð er EES samningurinn ekkert nema auka aðild að ESB án réttindana til þess að koma að lagasetningum og atkvæðisréttar. Slíkt er auðvitað verra, þar sem íslendingar taka bara að hálfu leiti þátt í samstarfi ESB ríkjanna þegar það kemur að markaðs og samkeppnismálum í Evrópu. Enda veitir EES samningurinn ekki nein áhrif innan ESB. Hinsvegar gerir aðild Íslands að ESB áhrif á þeim sviðum sem íslendingar þurfa að hafa áhrif samkvæmt hagsmunum okkar á alþjóðlegum vettvangi.

Án aðildar Íslands að mörkuðum erlendis, þá verða einfaldlega engir frumatvinnuvegir hérna á landi nema í því formi að þeir sinna innlandsmarkaðnum sem er bæði takmarkaður og lokuðu hagkerfi. Sem leiðir aðeins af sér stöðnun og fátækt til lengri tíma.

Ég þarf ennfremur ekkert að draga neitt í land. Vegna þess að ég skaut ekkert yfir markið. Ég skaut beint í mark, og það vel. Enda er komin tími til þess að fólkið í landinu átti sig á þeirri hugmyndafræði sem gengur á bak við andstöðunni að ESB. Sérstaklega í ljósi þess að stofnandi Heimssýnar var á sínum tíma á móti aðild Íslands að EFTA og EES. Jafnvel þó svo að aðild Íslands að þessum samtökum hefur stórbætti lífsskilyrðin hérna á landi og komið í veg fyrir lokað og einhæft hagkerfi hérna á landi.

Ég þarf ekki einu sinni að hafa fyrir því að sanna að þetta fólk er lygarar, vegna þess að kemur með sönnunargögnin fyrir mig án nokkurs vesens. Síðan þykist þetta fólk vera heiðarlegt í umræðunni. Miðað við þessa frammistöðu, þá mundi ég ekki treysta þessu fólki fyrir einu eða neinu.

Hérna eru bloggfærslunar hjá Jóni Baldri sem um ræðir.

Ísland gæti smitað ESB ríkin af lýðræðisþrá
Eru sjálfstæðissinnar fasistar?