Í góðum gír á Spáni

Margir andstæðingar ESB eru í undalegri stöðu. Eitt besta dæmið er Jón Baldur, sem fór einu sinni í viðtal hjá formanni Heimssýnar á ÍNN. Það vill svo til að umræddur Jón Baldur er einnig í stjórn Heimssýnar og er í vinnu hjá Bændasamtökum Íslands. Þannig að í þessu viðtali var formaðurinn að ræða við stjórnarmannin um hversu slæmt ESB er. Þó hefur Jón Baldur notið lífsins í ESB ríki (Danmörku) og hafði ekkert við líf sitt þar að athuga, bara hreinlega ekki neitt. Svo vel leið honum.

Síðan er það ESB andstæðingurinn Gunnlaugur I. sem hatar ESB að eigin sögn. Hann býr samt á Spáni og hefur það gott með evruna, lága vexti, lágt matvælaverð og vöruverð. Á sama tíma og hann hefur það gott. Þá reynir hann að sjá til þess að íslenska þjóðin hafi það skítt með því að ljúga til um ESB á blogginu sínu og gera fólk afhuga ESB með þessum blekkingum sínum.

Svona eru andstæðingar ESB. Hafa það gott innan ESB, en vilja ekki að íslenska þjóðin fái að hafa það gott innan ESB líka.