Hræðsluáróður andstæðinga ESB á Íslandi gegn inngöngu Íslands í ESB

Anstæðingar ESB á Íslandi hafa notað hræðsluáróður til þess að æsa fólk upp í gegn hugsanlegri aðild Íslands að ESB síðustu 15 árin. Í þessum tilgangi þá hefur allt verið notað, gildir einu hvort að það er fiskurinn í sjónum, orkan á landi eða sáttmálar og lög ESB. Allt er notað til þess að hræða fólk eftir þörfum hverju sinni.

Það sem þó skiptir máli, ef fólk vill ekki að andstæðingar ESB geri sig að algerum fíflum með þessum hræðsluáróðri er sá heimur sem fólk hefur fyrir framan sig. Þegar fullyrðingar andstæðinga ESB eru kannaðar þá kemur í ljós að engin af fullyrðingum andstæðinga ESB stenst nánari skoðun. Enda er hérna um að ræða skáldskap sem andstæðingar ESB nota til þess að hræða fólk og fá það til þess að mynda sér skoðun á málefninu sem er byggð á ótta, en ekki rökum.

Það hefur gengið vel hjá anstæðingum ESB á Íslandi að nota hræðsluáróður til þess að ala á andstöðunni við ESB á Íslandi. Enda hefur umræðan um ESB á Íslandi verið þögguð niður af sjálfstæðisflokknum og náhirð Davíðs Oddssonar í gegnum árin (Davíð Oddsson vildi þó að Íslandi gengi í ESB áður en hann tók upp Thatcherisma og nýfrjálshyggju).

Það sem skiptir máli í komandi ESB umræðu eru ekki ofsafengin hróp andstæðinga ESB um það hvað allt verður vont ef Ísland gengur í ESB. Það sem skiptir máli í umræðunni er það hvernig aðild Íslands að ESB getur bætt íslendinga og lífsskilyrði hérna á landi. Ásamt því að bæta stjórnsýsluna á Íslandi og styrkja lýðræðið á Íslandi í sessi. Enda kom það í ljós þegar Framkvæmdastjórn ESB gaf álit sitt á Íslandi að það eru brotalamir í íslenska kerfinu sem hafa ekki verið lagaðar á undanförnum árum, og verða ekki lagaðar nema með með aðild Íslands að ESB.

Það er nefnilega aðeins ein staðreynd sem stendur uppúr þegar andstæðingar ESB eru skoðaðir. Það er sú staðreynd að ef andstæðingar ESB fá sínu framgengt þá mun lítið eða ekkert breytast á Íslandi til hins betra. Enda verður þá hvatinn og aðhaldið nákvæmlega ekkert eins og er í dag, og augljóst að hlutinir færu fljótlega aftur í sama farið og er ríkjandi núna á Íslandi, sérstaklega ef sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn kæmust aftur til valda á Íslandi.

Facebook hópa auglýsing hjá mér.

Íslendingar sem styðja aðildarviðræður Íslands við ESB
Opnum Ísland – Göngum í ESB
Supporters of Iceland joining the EU