Enn um sóun íslendinga

Íslendingar virðast sóa miklum verðmætum á hverju ári. Þó svo að hluturinn sé gamall, er hann ekkert endilega ónýtur.

Heilu hent

Það færist í vöxt að Íslendingar hendi ökufærum bílum. Hringrás við Sundahöfn eyðileggur í hverjum mánuði fjölda bíla sem fólk kemur akandi á. Það kemur kannski á óvart að margir bílanna eru alls ekki bara brotajárn og mjög oft ökufærir. Að sögn Björns Ágústssonar, verkstjóra hjá Hringrás, er talsvert um að fólk komi akandi á bílum sínum á athafnasvæði fyrirtæksins, gagngert til að koma þeim í lóg. Hitt sé þó ennþá algengara að bílarnir séu dregnir á svæðið til eyðingar.

Og bílarnir eru ekki það eina sem rekur á fjörur hringrásar. Björn segir að til hringrásar komi heilu farmarnir af alls kyns heimilistækjum sem oft eru nýleg og mörgum þættu hreint ekki til þess fallin að henda. Hann segir að fjöldinn allur af heillegum heimilistækjum til vitnis um að oft sé annað en notagildi hluta látið ráða þegar þeim er hent, oftar en ekki sé ástæðan einungis sú að fólki finnist gamli ísskápurinn ekki passa inn í nýju innréttinguna.

Fréttin er af Vísir.is