Dregur verulega úr gosóróa í Eyjafjallajökli

Síðasta sólarhring hefur dregið verulega úr gosóróa í Eyjafjallajökli. Það þýðir væntanlega að nýja gossprungan sé að lokast á þessari stundu. Það er þó ekki ljóst ennþá hvort að eldgosinu sé lokið á þessari stundu eða ekki vegna þess að ekki hefur sést til eldgossins síðustu sólarhringana vegna veðurs.

Þó svo að núverandi eldgosi ljúki, þá þýðir það ekki að eldgosatímabilinu sé lokið í Eyjafjallajökli. Enda varð síðasta eldgos í Eyjafjallajökli í rúmlega eitt ár með hléum, eða frá 1821 til 1823. Það er því líklegt að sagan sé að endurtaka sig af einhverju leiti í þessu eldgosi sem núna stendur yfir.

7 Replies to “Dregur verulega úr gosóróa í Eyjafjallajökli”

  1. en hvernig er það með þennsluna í jöklinum. hefur þenslan ekkert aukist þegar óróinn minnkar og hvernig er staðan í dag?

  2. en hvernig er það með jökulinn, hefur þenslan aukist á meðan óróinn minnkar?
    hver er staðan á þennsluni í dag í mm og hefur hún farið upp eða er hún á niðurleið?

  3. Þenslan er mjög svipuð og hefur verið. Ég er ekki kominn með gögnin fyrir síðasta sólarhring, þar sem þau eru ekki komin fram á vef Veðurstofunar. Það verður áhugavert að fylgjast með því sem gerist ef eldgosinu er lokið núna.

  4. hver er staðan á þennsluni í dag í mm og hefur hún farið upp eða er hún á niðurleið?

  5. afsakaðu að komentin koma svona oft það koma alltaf einhver villumerki og maður ýtir á resend og þarf að skrifa allt upp aftur

  6. Þú þarft að hafa spam vörnina rétt, annars færðu villu. Síðan þarftu að hafa rétt gögn í hólfinu, þ.e tölvupóst osfrv.

  7. endilega komdu með update af þennsluni 🙂 verður gaman að fylgjast með henni í mm.talið var hún ekki komin upí 65mm þegar fjallið gaf sig fyrst? það er forvitnilegt hvort gosið taki sig upp aftur eða hvort fjallið láti þetta púst sitt gott heita í dágóðann tíma

Lokað er fyrir athugasemdir.