Samsæriskenningar um flugslysið í Rússlandi farnar af stað

Hið hörmulega flugslys í Rússlandi þar sem Forseti Póllands og aðrir háttsettir menn í ríkisstjórn Póllands létust í gær er nú þegar farin að geta af sér samsæriskenningar sem standast ekki neina skoðun. Það eru ekki margir íslenskir samsæriskenningavefir, en sá sem hefur hæst í þeim málaflokki er bullvefurinn kryppan.com sem birtir ekkert nema rakalausan þvætting.

Núna í morgun birtir einn af mörgum höfundum á kryppan.com bloggfærslu með þessum hérna titli, Flugslys pólsku vélarinnar hryðjuverk?
Það sér hver heilvita maður að þessar pælingar eru ekkert nema hugsunagagnur fólks sem er ekki almennilega í sambandi við raunveruleikann.

Í þessari færslu eru settar fram forsendur sem standast enganveginn og eru byggðar á ekki neinu öðru en getgátum rugludalla úti í heimi. Í þessari bloggfærslu er vísað í vef sem gerir ekkert annað en að skálda upp útskýringar og niðurstöður atburða, til þess að styðja sinn eigin málflutning og búa til samsæriskenningar sem henta þeirra sjúka raunveruleika.

Ég mæli síðan með fréttaútskýringu BBC News þar sem flett er ofan af sumu af þessu samsæringafólki sem kemur með þetta rugl á internetið. Þættinir heita Conspiracy Files og er vefsíðan þeirra hérna.

9 Replies to “Samsæriskenningar um flugslysið í Rússlandi farnar af stað”

 1. Sæll Jón

  Póstkerfið okkar bilaði svo þú verður að endursenda greinina þína um galdrafárið í Namibíu. Þú mættir hafa hana aðeins styttri ef þú getur en annars í góðu lagi. Hlökkum til að sjá næstu grein þína.

 2. Þetta er skemmtilegt hjá ykkur. Sérstaklega í ljósi þess að ég skrifa ekki greinar inná kryppa.com og hef aldrei gert.

  Það er kannski ykkar stíll að ljúga uppá fólk eins og þú gerir hérna. Það er hinsvegar ekki minn stíll, og verður vonandi aldrei.

 3. Ef þú vilt ekki skrifa greinar fyrir okkur þá er það bara í góðu. Haltu samt þínu góða starfi áfram og láttu ekki úrtölumenn draga þig niður.

 4. Eru allir samsæriskenningarmenn svona hörundsárir eins og þið ? Í alvöru talað. Ég fletti ofan af einu bulli í ykkur og þið vælið og látið eins og smábörn hérna í athugasemdum hjá mér.

 5. Við erum stórkostlega móðgaðir og eigum aldrei eftir að sjá glaðan dag framar. Samt rosalega flott hvernig þú fléttir ofan af þessu bulli okkar. Á ekki til orð yfir þeim rökum sem þú notar því ég finn þau ekki 🙂

  En Jón Frímann, það er í lagi að hafa smá húmor í skrifum sínum og ekkert verra að hafa húmor fyrir sjálfum sér.

  Síðan í ljósi þess að þú ert sá eini sem hefur viðurkennt að hafa lesið allar færslunar okkar, sjá orð þín hér að ofan, þá hélt ég bara að þú vildir leggja okkar góða málstað lið. En fyrst svo er ekki þá er það bara í góðu.

 6. Kryppan er frábær vefur og löngu tímabært að slíkur kæmi fram, flestir eru búnir að átta sig á að massafjölmiðlarnir eru næsta gagnslausir. Milljónir manna eru að vakna og átta sig á þeim blekkingum og hráskinnaleik sem boðið erúpp á í leikhúsi fáránleikans. Margir leikhúsgestir eru búnir að taka eftir því að kviknað er í leiktjöldunum og menn eru sveittir á bak við fallandi tjöldin að færa leikmuni til og frá, margir eru þó enn dormandi í sætum sínum, þar á meðal Jón Frímann og hrýtur hátt þótt einhverjir hafi reynt að ýta við honum. Sumir eru einfaldlega lengur að kveikja á perunni en aðrir.

 7. Kryppan er samsæriskenningavefur og ómarktækur sem slíkur. Kryppan á heldur ekkert skilt með alvöru fjölmiðlum.

  Annars er þetta léleg sjálfsauglýsing hjá kryppunni hérna að ofan og á ekkert skilt við raunveruleikan.

  Það kemur mér hinsvegar ekkert á óvart að pennar kryppunar keppist við að reyna skjóta alla í kaf sem eru ekki sammála þeim.

Comments are closed.