Formaður framsóknarflokksins úti að aka

Formaður framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð heldur því fram að íslenska Rannsóknarskýrslan eigi erindi við allan heiminn. Það sem Sigmundur Davíð fattar ekki, eða hreinlega veit ekki er að heimurinn hefur verið að semja svona rannsóknarskýrslur síðan efnahagskreppan hófst á sínum tíma, og í reynd verið að dæma þjófa og fjárhagsglæpamenn síðan efnahagskreppan skall á.

Sigmundur Davíð veit því ekkert um hvað hann talar þegar hann setur svona fram í fjölmiðlum, og það er augljóst að hann ætlar sér ekki að breyta neinu miðað við þessi orð hans. Enda er hérna á ferðinni sama þjóðernishyggja og felldi Ísland og íslendinga haustið 2008 og var spilað inná af gráðugum bankamönnum og stjórnmálamönnum.

Viðtal Morgunblaðið við formann framsóknarflokksins.

Skýrslan á erindi um allan heim