Nota gömlu brögðin til að verja sig

Á þeim viðtölum sem núna koma fram í fjölmiðlum á Íslandi núna. Þá er augljóst að fyrrverandi leiðtogar sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins ætla sér að nota gömlu brögðin til þess að komast upp með þetta siðleysi sem þeir stunduðu og varð valdur að hruni íslensku bankana og efnahagskerfisins.

það á ekki að taka mark á slíku, enda er þetta fólk eingöngu að verja sína stöðu eins og þau getur. Alveg eins og mátti reikna með. Málefnum þessa fólks á hinsvegar að vísa til viðkomandi dómsvalds, hvort sem það er landsdómur eða eitthvað annað dómsvald hérna á landi.