Bankar og stjórnvöld saman í sæng strax árið 2006

Samkvæmt Rannsóknarskýrslunni þá voru stjórnvöld komin í sömu sæng með bönkunum strax árið 2006. Í Rannsóknarskýrslunni stendur meðal annars þetta hérna.

Bankarnir fóru í mikla ímyndarherferð með fulltingi stjórnvalda á árinu
2006 til þess að bregðast við því sem stjórnendur þeirra og ríkisins töldu
vera misskilning byggðan á skorti á upplýsingum um Ísland og íslensku bank-
ana. Viðskiptaráð Íslands fékk Fredrick Mishkin, prófessor við Columbia
háskóla, og Tryggva Þór Herbertsson, forstöðumann Hagfræðistofnunar
Háskóla Íslands, til þess að rita skýrslu um fjármálastöðugleika á Íslandi.44
Síðar virðist Mishkin hafa breytt nafninu á skýrslunni í „fjármálaóstöðugleika
á Íslandi“.45 Skýrslan kom út í byrjun maí 2006 en einmitt þá snerist sú
óheillaþróun sem verið hafði á íslenskum mörkuðum undangengna mánuði.
Skuldatryggingarálag íslensku bankanna lækkaði á ný. Bankarnir brugðust að
nokkru leyti við þeim ábendingum sem komið höfðu frá erlendum grein-
endum vorið 2006. Reynt var að draga úr krosseignarhaldi, meðal annars
var Exista skráð á markað einmitt í þessum tilgangi. Eignarhald bankanna var
einfaldað og dregið úr hlutabréfastöðum. Útgáfa skýrslu Mishkins og Tryggva
var ákveðinn vendipunktur fyrir íslensk fjármálafyrirtæki og efnahagslíf á
árinu 2006. Lánskjör íslensku bankanna tóku smám saman að lagast á ný þar
til um mitt ár 2007 þegar skuldatryggingarálagið var komið niður undir 20
punkta á nýjan leik.

4. KAFLI – EFNAHAGSLEGT UMHVERFI OG INNLEND EFNAHAGSSTJÓRNUN R ANNSÓKNARNEFND A LÞINGIS, Blaðsíða 74.