Vaxandi gosórói í Eyjafjallajökli / Growing harmonic tremor in Eyjafjallajökli

Samkvæmt fréttum og það sem sést á mælum Veðurstofu Íslands þá er gosórói vaxandi þessa stundina í Eyjafjallajökli. Þessi þróun hófst í kringum miðnætti í dag (~00:00 18 Apríl) og hefur sú þróun verið í gangi með smá hléum síðan þá. Það kemur einnig fram í fréttum að gosmökkurinn hefur ekki náð 3 km hæð síðan klukkan 08:00 UTC í morgun. Það er erfitt að segja til um þróun eldgossins í Eyjafjallajökli, en á þessari stundu þá er alveg augljóst að það hefur ekkert dregið úr því. Þetta eldgos hefur hinsvegar vaxið ef eitthvað er síðan í gær.

/ English

According to icelandic news and what can be seen on seismometers that Icelandic Met Office there is a growing harmonic tremor in Eyjafjallajökull volcano. This development started around midnight last night and has continued since then with few breaks since then. It has also been reported in the news that the ash plume has not been reaching 3 km altitude since 08:00 UTC this morning. It has hard to predict the development of this eruption, but currently nothing indicates that this eruption is slowing or stopping like was reported in the news outlets yesterday. This eruption has grown in size and intensity if anything since yesterday.

3 Replies to “Vaxandi gosórói í Eyjafjallajökli / Growing harmonic tremor in Eyjafjallajökli”

Lokað er fyrir athugasemdir.