Þýska þingið samþykkir aðildarumsókn Íslands að ESB

Samkvæmt Rúv ög öðrum fjölmiðlum á Íslandi þá hefur þýska þingið samþykkt aðildarumsókn Íslands að ESB með miklum meirihluta. Þessi niðurstaða er auðvitað ekkert nema algert áfall fyrir andstæðinga ESB hérna á landi, þar sem þeir voru að vonast til þess að umsóknin mundi falla á þýska þinginu.

Þessi niðurstaða þýska þingsins þýðir að Ráðherraráð ESB mun samþykkja aðildarviðræður við Ísland núna í Júní. Það er Ráðherraráð ESB sem nefnilega fer með ákvarðanatöku í þessum málaflokki, ásamt Framkvæmdastjórn ESB og Evrópuþinginu.

Frétt Rúv um þetta mál.

Styðja aðildarumsókn Íslands