Efnahagslegur stöðugleiki evrunnar

Á Íslandi er að finna marga rugludalla sem eiga sér þá ósk heitasta að evran hverfi sem gjaldmiðill sem fyrst. Þekktastur af þessum rugludöllum er maður að nafni Davíð Oddsson, minna þekktir rugludallur er maður að nafni Hjörtur J. Guðmundsson, sem er bæði ESB andstæðingur og útlendingahatari í ætt við UKIP flokkin sem hann tekur augljóslega eftir. Enda sást það mjög vel þegar þessi maður gerði tilraun til þess að stofna slíkan stjórnmálaflokk hérna á landi, sá flokkur lagði sem betur fer upp laupana árið 2003 (eða þar um bil). Við það gekk Hjörtur hinsvegar í sjálfstæðisflokkinn og er þar meðlimur í dag.

Þetta fólk notar öll þau skipti sem eitthvað er að hjá þeim aðildarríkjum ESB sem nota evruna til þess að spá henni dauðdaga og að gjaldmiðilinn muni verða aflagður innan skamms. Það skiptir þetta fólk ekki neinu þó svo að ekkert slíkt sé á dagskránni hjá evruríkjunum og sú staðreynd að þetta mun ekki gerast. Þetta fólk hunsar jafnvel þá staðreynd að Eistland mun líklega taka upp evruna þann 1. Janúar 2011, sem er eftir nokkra mánuði nú þegar, enda hefur Eistland uppfyllt öll skilyrðin fyrir upptöku evru að mér skylst. Það gæti þó verið endurmetið síðar og breyst, eins og gengur og gerist.

Núna eru efnahagsvandamál í Grikkland, og fleiri aðildarríkjum ESB. Vandamál þessara ríkja eru oftar en ekki skuldir vegna þeirrar efnahagsbólu sem var ríkjandi fyrir nokkrum árum og íslendingar þekkja fullvel. Það er þó engin ástæða fyrir því að halda því fram að evran og aðildarríki evrunar muni ekki komast í gegnum þessi vandamál með tíð og tíma. Þetta verður örugglega erfitt á komandi mánuðum og jafnvel árum. Hinsvegar hafa svona kreppur og vandamál leitt til þess að ESB ríkin styrkja samstarfið sín á milli til þess að koma í veg fyrir svona vandamál í framtíðinni. Það er þó alveg ljóst að án evrunar sem gjaldmiðil þá væru þessi í mun verri vandræðum en þau eru í nú þegar. Enda sækja stöðugt fleiri aðildarríki ESB það að sækja um aðild að evrusamstarfinu til þess að styrkja stöðu efnahagslega og fjárhagslega.

Nánar um þetta málefni.


Estonia Looks Ready to Join the Euro Zone

Euro (Wikigrein)
Euro bounces back moderately as Greece asks for rescue