Ný ofstækisvefsíða andstæðinga ESB á Íslandi

Núna hafa tveir ofstækisfyllstu menn landsins gagnvart ESB opnað nýja vefsíðu um “Evrópumálefni”. Þar sem þeir ætla sér að þykjast fjalla um málefni ESB og því sem þar er að gerast. Reyndar má reikna með því að þessi vefsíða verði ekkert annað en dauði og djöfull þegar fram líða stundir, sem er er ekki mikil breyting frá því sem vefsíðan er í dag.

Þessir tveir menn eru Björn Bjarnarsson fyrrverandi Dómsmálaráðherra og Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Þessa ofstækisfylltu vefsíðu er hægt að skoða hérna. Ég bendi fólki á að taka þessa vefsíðu ekki alvarlega, enda er þarna á ferðinni tveim helstu varðhundar Davíðs Oddsonar á Íslandi sem standa á bak við þessa vefsíðu.