Ný gossprunga hefur líklega opnast í Eyjafjallajökli

Það er að sjá á myndum frá vefmyndavélum að líklega hefur opnast ný gossprunga í Eyjafjallajökli. Enda er ennþá talsvert flóð í gangi þessa stundina niður Gígjökull. Þessi nýja gossprunga er þó ennþá óstaðfest á þessari stundu, en það er líklega ástæðan fyrir flóðinu á svæðinu sem hefur núna varað í meira en klukkutíma og það hefur lítið dregið úr því á þessari stundu.

Gosmökkurinn virðist einnig fara dökknandi á þessari stundu í Eyjafjallajökli. Þó er erfitt að segja til um hveru mikið gosmökkurinn hefur dökknað á þessari stundu. Inn á milli er gosmökkurinn þó alveg hvítur og bendir það til þess að eingöngu sé gufa að koma upp núna í Eyjafjallajökli.

Texti uppfærður klukkan 14:33 þann 28 Apríl 2010.