Mikið öskuský sést núna á vefmyndavélum stíga upp frá Eyjafjallajökli

Á vefmyndavélum Mílu og Vodafone sést núna mikið öskuský stíga uppúr Eyjafjallajökli á þessari stundu. Þetta öskuskýr er talsvert meira um sig en það sem hefur komið frá Eyjafjallajökli síðustu daga eftir að mestu látunum í Eyjafjallajökli lauk þann 18 Apríl síðastliðinn.

Ennþá kemur talsvert flóð frá Gígjökli á þessari stundu samkvæmt því sem sést á vefmyndavélum.

2 Replies to “Mikið öskuský sést núna á vefmyndavélum stíga upp frá Eyjafjallajökli”

  1. Mér þætti gaman að vita á hvað þú horfir – það er lágskýjað og ég sé ekkert nema skýin þegar upp fyrir ána kemur en hún er í talsverðum vexti!
    Það varð jarðskjálfti undir miðjum Mýrdalsjökli áðan – ætli Katla sé ekki að vakna?!!

  2. Ég sá öskuskýið áður en það varð svona skýjað. Það leit frekar stórt út þegar ég sá það. Hvert þetta öskuský fer veit ég ekki á þessari stundu.

    Þessi staki jarðskjálfti í Kötlu segir ekki mikið. Það þurfa að koma fleiri jarðskjálftar fram þar áður en maður fer að hafa áhyggjur af eldgosi í Kötlu.

Lokað er fyrir athugasemdir.