Þörf á rannsókn á Sérstökum Saksóknara ?

Það er orðið ljóst að það þarf að rannsaka embættisverk Sérstaks Saksóknara. Sérstaklega í ljósi þess að hann er farinn að hafna tilboðum um aðstoð frá rannsóknarsérfræðingum í fjárglæpum, sem er einmitt það svið sem Sérstakur Saksóknari á að vera rannsaka um þessar mundir.

Úr Morgunblaðinu (mbl.is).

Áður en Black kom í viðtal við Egil í dag var Þorvaldur Gylfason gestur Egils Helgasonar í Silfrinu. Hann sagðist vilja fá Black til þess að aðstoða við rannsókn sérstaks saksóknara líkt og Eva Joly gerir. Egill spurði Black út í þetta og sagðist Black vera meira en reiðubúinn til þess en sagði jafnframt að óvíst væri að hjálp hans yrði þegin vegna þess hve hart hann gagnrýni hluti hér.

Tekið héðan. Feitletrun er mín.

Á þessu má ráða að Sérstakur Saksóknari virðist vera sérstaklega vera að þvælast fyrir þeim rannsóknum á þeim málum sem viðkoma bankahruninu. Ef ekkert breytist, þá á að setja embættisverk Sérstaks Saksóknara í rannsókn og láta öðrum hæfnum einstaklingum eftir rannsókn þeirra mála sem tengjast bankahruninu.