Eldgos í El Salvador

Eldstöðin Ilamatepec hóf að gjósa í síðustu viku. Eldstöðin sendi öskuský 1.5 km uppí loftið í fyrstu atrennu eftir það þá fór að draga úr krafti gossins. Í kjölfarið á þessu eldgosi þá komu aurflóð niður hlíðar fjallsins, þessar aurskriður drógu tvo til dauða, svo vitað sé. Grjót á stærð við bíla hefur sést koma frá fjallinu í fyrstu hrinu eldgossins. Allt að 2,250 manns hafa verið flutt á brott vegna þessa eldgoss. Hérna er frétt BBC News um þetta eldgos.