Kínamálin hafa gert mig að meiri Evrópussinna

Áhugi Kína á Íslandi hefur eingöngu orðið til þess að ég er orðin meiri Evrópusinni. Enda er augljóst að án aðildar Íslands að ESB geta íslensk stjórnvöld ekki staðið upp á móti Kína þegar fram líða stundir, sérstaklega ef kínverjar koma málum þannig fyrir að íslendingar verði háðir kínverjum um alþjóðlega aðstoð. Eins og virðist vera stefnan hjá þeim um þessar mundir.

Ég veit ekki ennþá hvað vakir fyrir Kína varðandi Ísland á þessari stundu. Hinsvegar er augljóst að Kína mundi ekki standa í því að eyða tíma og peningum (þó litlir séu í samhengi við kínverskt efnahagslíf) í íslendinga án þess að vera öryggir um að fá eitthvað útúr því, og alveg örugglega á kostnað íslendinga á endanum.

Texti uppfærður klukkan 22:50 þann 15 Júní 2010.

One Reply to “Kínamálin hafa gert mig að meiri Evrópussinna”

Lokað er fyrir athugasemdir.