ESB fræði Jón Baldurs Lorange, stjórnarmanns í Heimssýn

Það eru ansi undarleg fræðin sem maður að nafni Jón Baldur Lorange stundar, þetta eru fræði sem hann stundar ef fræði eru hægt að kalla. Nokkrar staðreyndir um mann að nafni Jón Baldur Lorange, umræddur maður er landbúnaðarráðunautur í starfi hjá Bændasamtökum Íslands. Það er þó ekki nóg, þar sem hann er einnig stjórnarmaður í samtökum að nafni Heimssýn, sem reka hatursáróður (FUD) gegn ESB á Íslandi með öllum tiltækum ráðum og leiðum. Til þess fá þau fjármagn meðal annars frá Bændasamtökum Íslands, LÍÚ og fleiri aðilum sem vilja ekki að Íslands verði aðildarríki að ESB.

Þetta er það sem Jón Baldur Lorange kallar „fræðsla“ um ESB. Svona öfugmæli koma ekkert á óvart. Það er nefnilega þannig að sannleikurinn er ekki hátt skrifaður hjá Heimssýn og Bændasamtökunum, enda byggir hugsunarhátturinn þar á því að vernda hagsmuni hinna stóru og fórna hagsmunum almennings. Slíkt er auðvitað gjörsamlega óþolandi hegðun, og ætti í reynd að vera mikið gagnrýnd af almenningi á Íslandi.

Því miður hefur almenningur látist blekkjast af þeim lygum sem hafa komið á undanförnum mánuðum og árum frá Heimssýn, sjálfstæðisflokknum, Bændasamtökunum og öðrum andstæðingum ESB á Íslandi.

Texti uppfærður klukkan 3 Júlí 2010, stafsetningarvilla löguð.

9 Replies to “ESB fræði Jón Baldurs Lorange, stjórnarmanns í Heimssýn”

  1. Vá, tók smá stund að fatta þennan

    Grein lesist:
    Fræðin, ef fræði má kalla, sem Jón Baldur Lorange stundar eru undarleg

  2. Ragnar, Nei. Þetta er rangt hjá þér. Það sem Jón Baldur Lorange kallar fræði, kalla ég hræðsluáróður.

  3. Hvað þýðir þetta þá?

    „Það eru ansi undarleg fræðin sem maður að nafni Jón Baldur Lorange stundar, þetta eru fræði sem hann stundar er hægt að kalla.“

  4. Neibb, enginn útúrsnúningur hérna
    Ég var bara í fullri einlægni að reyna að leiðrétta fyrstu setningarnar – eða bara botna þær – og reyna að hjálpa þér við að leiðrétta málfræðina. Sjálfur myndi ég stinga upp á því að þú byrjir greinina svona:
    „Fræði Jóns Baldurs Lorange – ef fræði má kalla – eru undarleg.“

    „Það eru ansi undarleg fræðin sem maður að nafni Jón Baldur Lorange stundar, þetta eru fræði sem hann stundar ef fræði eru hægt að kalla.“
    Hljómar enn örlítið furðulega

    Ég er málfræðihetjan í skugga nætur 😉

  5. Ragnar, þú skilur ekki háðið í þessu. Þrátt fyrir að ég hafi leiðrétt eina villu sem þú bentir á.

  6. Jón Baldur Lorange kallar lygaáróðurinn sem hann hefur staðið í að undanförnu fræðslu. Þannig að ég er að hæða það hjá honum.

Lokað er fyrir athugasemdir.