Ný sjónvarpsmyndavél Alþingis

Vefurinn AMX bendir vel á þá staðreynd að fyrir nokkru síðan var sett upp ný sjónvarpsmyndavél upp á Alþingi. Nýja myndavélin virðist helst hafa þá kosti að gefa mun skýrari mynd en eldri myndavél sem þarna var til staðar áður. Þó er sjónarhorn nýju myndavélarinnar ekki eins vítt og hinnar eldri, það gæti þó hæglega bara verið stillingaratriði sem enginn er að veita athygli um þessar mundir.

Hérna er samanburðarmynd af nýju og gömlu myndavélinni. Eins og þarna sést, þá er nýja myndavélin mun skýrari þegar það kemur að mynd. Bæði eru útlínur skarpari, en einnig eru litir betri eins og sést á þessum samanburði sem AMX bauð uppá.

Nýja sjónvarpsmyndavél Alþingis

Samanburður á nýju og gömlu sjónvarpsmyndavél Alþingis.