Ný öfgasamtök skjóta upp kollinum á Íslandi

Samkvæmt frétt á Morgunblaðsvefnum, þá ætla ný öfgasamtök sem kalla sig Rauðan Vettvang, en þessi samtök eru helst á móti ESB. Eins og önnur öfgasamtök sem hafa verið stofnuð á undanförnum mánuðum á Íslandi.

Sá sem stendur á bak við þessi samtök, er meðlimur í Vinstri Grænum og maður að nafni Þorvaldur Þorvaldsson. Þessi maður er augljóslega mun lengra til vinstri en sá stjórnmálaflokkur sem hann er í. Enda er sú stefna sem hann aðhyllist nær hreinum kommúnisma, heldur en þeirri vinstri stefnu sem Vinstri Grænir vilja kenna sig við.

Það er ennfremur ljóst að þessi maður er í stjórnmálum sem eru kennd við popúlisma, eitthvað sem er stundað talsvert á Íslandi af nokkrum stjórnmálamönnum. Helst ber þar að nefna Ögmund Jónassson, Lilju Mósesdóttur og síðan sjálfstæðisflokkinn og framsóknarflokkinn. Slík stjórnmál eru aldrei góð stjórnmál að mínu áliti.

Þessi hreyfing, eins og svo margir aðrir vinna staðfastlega gegn hagsmunum almennings á Íslandi með því að vera á móti ESB aðild og umsóknarferlinu. Það er ennfremur ljóst, með reynslu annara aðildarríkja ESB að hagsmunum almennings á Íslandi er betur borgið innan ESB en utan þess.

3 Replies to “Ný öfgasamtök skjóta upp kollinum á Íslandi”

  1. Þorvaldur var lengi vel formaður einhvers vináttufélags Íslands og Albaníu (á tímum Hoxha!) og fékk þá viðurnefnið Albaníu-Valdi.

    Það segir allt sem segja þarf…

Lokað er fyrir athugasemdir.