Kenna öðrum um sitt eigið klúður

Afneitun þingmanna sjálfstæðisflokksins tekur á sig margar myndir þessa dagana, og hefur gert það síðan árið 2008 þegar bankanir hrundu. Núna hefur einn þingmanna sjálfstæðisflokksins tekið uppá því að kvarta undan vaxtagreiðslum ríkisstjóð, sem hann tók sjálfur þátt í að skapa. Það er auðvitað köld staðreynd að sjálfstæðismenn neita að viðurkenna þátt sinn í efnahagshruninu, og hruni bankana. Það sem er þó verst, er sú staðreynd eins og gerist hérna er að þeir kvarta undan afleiðingum þeirra eigin ákvarðana og hvað það þýðir fyrir almenning á Íslandi. Sérstaklega þá hrikalegu skuldsetningu sem hefur lent á íslenska ríkinu og almenningi í kjölfarið á efnahagshruninu.

Ef að sjálfstæðisflokkurinn hefði ætlað að taka sig á, þá hefði hann ekki boðið fram til Alþingins í síðustu kosningum. Hvort sem það var til Alþingis eða sveitarstjórnar. Hinsvegar dettur þessum mönnum ekki að skammast sín. Þess í stað reynir þetta fólk að ná aftur völdum á Íslandi með öllum þeim mögulegu skítaaðferðum sem það getur notað, og þá með eins miklu slúðri og lygum og því er mögulegt að nota.

Bloggfærsla Guðlaus Þórs, þar sem hann kann ekki að skammast sín.

Ein króna af hverjum fimm í vexti!