Hvenar munu íslendingar skilja ?

Hvenær munu íslendingar skilja það að núverandi kerfi gengur ekki og mun ekki virka í nútímasamfélagi. Sú samfélagskerð sem íslendingar eru með í dag byggir á ættarkerfi sem núna viðgengst á Íslandi virkar ekki, og hefur aldrei virkað. Enda er niðurstaðan af þessu ættarkerfi mjög einföld, þjóðfélagið er í rúst og núverandi hrun má að einhverju leiti rekja til þessa ættarkerfis sem er á Íslandi.

Efnahagshrunið á Íslandi árið 2008 var bara toppurinn á því rugli sem var komið af stað nokkrum árum áður. Þar sem nokkrar stórar ættir á Íslandi sem hafa alltaf verið við völd á Íslandi misstu sig gjörsamlega í græðginni og tóku allt þjóðfélagið með sér þegar græðgin og peningafíkin sprakk framan í þetta fólk.

Íslendingar verða að skilja sem fyrst að núverandi kerfi virkar ekki og mun aldrei virka. Eins og málin eru að þróast um þessar mundir. Þá munu þessar ættir fá sínu framgengt og íslendingar munu hafna aðild landsins að ESB ef til hennar verður kosið. Allt saman vegna þess að umræddar ættir rekna núna gífurlegan áróður gegn ESB aðild Íslands. Almenningur á Íslandi er almennt séð ekki á móti aðild. Hinsvegar er almenningur á Íslandi hræddur við ættarveldið og gerir því það sem sér er sagt. Þetta sást augljóslega strax eftir hrun þegar óreiðan var sem mest, enda rauk þá stuðningur við ESB aðild Íslands talsvert yfir 60% og hafði aldrei verið hærri síðan kannanir hófst á afstöðu íslendinga til ESB aðildar. Síðan náðu ættirnar sem stjórna og eiga Ísland aftur vopnum sínum, og þá breyttist viðhorfið hjá almenningi á Íslandi um leið

Ef íslendingar losa sig ekki við það ættarkerfi sem ríkir núna á Íslandi. Þá mun verða hérna annað hrun. Það gæti komið eftir tíu ár, eða tuttugu ár, jafnvel þrjátíu ár. Það gæti líka komið á morgun. Hinsvegar er alveg ljóst að nýtt hrun mun koma svo lengi sem að það ættarkerfi sem ég tala um hérna er við lýði á Íslandi. Vegna þess að þetta ættarkerfi veldur spillingu, vanhæfni og lélegri stjórnsýslu.

Við næsta efnahagshrun á Íslandi er ekkert víst að Ísland verði til eftir það sem ríki. Þar sem að svona efnahagshrun eins og það sem varð árið 2008 geta aðeins orðið einu sinni í sögu þjóðar. Ef slíkt gerist aftur á Íslandi. Þá eru allar líkur á því að íslendingar muni tapa sjálfstæði sínu, og að öllum líkindum gangast aftur undir dönsk yfirráð að nýju. Framtíðin mun hinsvegar skera útúr því hvað mun gerast á næstunni. Hinsvegar er ljóst að ef íslendingar breytast ekki, þá mun sagan endurtaka sig á Íslandi með hrikalegum afleiðingum fyrir alla íslensku þjóðina.