Slökkt á NMT kerfinu á morgun, 1 September 2010

Á morgun, þann 1 September 2010 verður slökkt á NMT kerfinu á Íslandi. Þá líkur sögu hliðrænna farsíma á Íslandi endanlega. Enda tilheyrir NMT kerfið 1G (fyrstu kynslóð) farsíma og er hliðrænt (analog). Saga NMT kerfisins á Íslandi er löng, enda hefur kerfið verið í rekstri síðan árið 1986. Á Íslandi var eingöngu notað NMT-450 kerfið, en ekki NMT-900 kerfi eins og var á sínum tíma notað í Evrópu um nokkura ára tímabil. Núna líkur allavegana sögu NMT kerfisins á Íslandi, nokkrum árum eftir að slökkt var á NMT kerfum nágrannalanda Íslands.

Á morgun mun 450Mhz bandið sem var notað undir NMT kerfið verða laust til umsóknar hjá Póst og fjarskiptastofnun.

Síminn og Póst og Fjarskiptastofnun um lokun NMT kerfisins.

NMT-kerfinu endanlega lokað 1. september nk. (Síminn)
Síminn hættir rekstri NMT farsímakerfisins hér á landi (PTA)